Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sumarskokkur
Hannyrðahornið 19. júní 2014

Sumarskokkur

Höfundur: Sigrún Ellen Einarsdóttir

Stærð: S (M) L
Yfirvídd: 94(100)106 cm.
Efni: TYRA fra Garn.is, sjá fleiri liti á www.garn.is.
Tyra er á tilboði núna í Fjarðarkaupum.
Litanr AN1122; 600 gr
Prjónar: Hringprjónn nr 5, 80 cm.
Prjónafesta: 17 L X 24 umf = 10 x 10 cm.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.
Aðferð. Stroff; prj 2 L sl og 2 L br
Perluprjón; 1.umf prj 1 L sl, prj 1 L br. Í næstu umferðum í perluprjóni er slétta lykkjan prjónuð brugðin og brugðna lykkjan prjónuð slétt.


Bolur:
Fitjið upp 160(168)176 L og prjónið 8 cm stroff; prj 2 L sl og prj 2 L br. Prjónið bolinn í hring, prj slétt með kaðlamynstri í miðju að framan, prj 28(32)38.

Kaðlamynstur
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið merki í báðar hliðar, lykkjufjöldi er 80(85)88 á fram- og bakstykki. Prj sl frá merki á hlið 23(26)28 L, prj kaðlamynstur; prj 8 L sl (verður kaðall) prjónið 4 L sl, prj 10 L perluprjón, prj 4 L sl, prj 8 L sl (verður kaðall) prj sl 23(26)28 L að merki í hlið á bol. Prjónið 10 umferðir á milli snúninga á kaðli.

Snúningur á kaðli er prjónaður á eftirfarandi hátt:
Setjið 4 L á aukaprjón án þess að prjóna lykkjurnar, haldið aukaprjóninum með lykkjunum lausum fyrir framan prjónaða bolinn, prj sl næstu 4 L og takið þá upp aukaprjóninn og prjónið slétt þær 4 L sem eru á prjóninum.

Úr- og úttaka í mitti
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið prjónamerki í báðar hliðar. Takið úr beggja vegna við merkin á eftirfarandi hátt. Frá vinstri hlið á fram/bakstykki; *takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj að merki í hinni hliðinni – takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj 5 umf* Endurtakið * til * 4 sinnum. Prjónið bolinn slétt með kaðlamynstri 10 umferðir. Aukið þá út í báðum hliðum jafn oft og tekið var úr, prj 5 umf milli úttöku, endurtakið 4 sinnum. Prjónið þar til bolurinn mælist60(64)70 cm frá uppfiti.


Axlarstykki
Úrtaka við handveg; fellið af 10 lykkjur yfir merki í hliðum, þ.e. Síðustu 5 L af framstykki og fyrstu 5 L af bakstykki, prj 60(64)68 L fellið af 10 L, prj 60(64)68. Fitjið upp 36(38)40 L yfir handvegi (verður stutt ermi) í báðum hliðum en athugið að prjóna nýju lykkjurnar yfir handvegi stroff; 2 sl L, 2 L br, fyrstu 4 umferðirnar en prjónið þær eftir það slétt.

Axlastykki; prj axlastykki í hring, prj sl með kaðlamynstri og laskúrtöku, þá er tekið úr á fjórum stöðum í hringnum, beggja vegna við samskeytin þar sem handvegur og bolur mætast og prjónaðar 2 sléttar lykkjur á milli úrtöku þ.e. 1 L frá bol og 1 L frá handvegi.

Laskaúrtaka: Merkið á þeim fjórum stöðum sem bolur og handvegur/ermi mætast. Hefjið úrtöku í vinstri hlið; *takið 1 L óprjónaða og prjónið 1 L sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prj 2 L sl og prj 2 L sl saman*, endurtakið *-* í annarri hvorri umferð þar til 80(84)86 L eru á prjóninum. Prjónið stroff 4 umferðir, fellið af.

Gangið frá endum.

Sigrún Ellen Einarsdóttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...