Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Sigga hefur meðal annars skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Sigga hefur meðal annars skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.
Mynd / mhh
Líf og starf 25. júní 2025

Styrkur til útgáfu bókar um útskurðarverk Siggu á Grund

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð, fékk nýlega 500.000 króna menningarstyrk frá Flóahreppi. Sigga er listamaður af guðs náð en hennar aðalsmerki er að skera út fallega hluti úr fjölbreyttum viðartegundum.

Styrkurinn fer í verkefnið „Sigga á Grund – saga og varðveisla handverksarfs“ en markmið verkefnisins er að skjalfesta til varðveislu yfirlit og sögu útskurðarlistaverka Siggu á Grund og að skrásetja sögu listaverkanna, safna saman myndum og umfjöllunum, hvernig þau voru búin til, úr hvaða efni og hvar þau eru staðsett í heiminum.

„Ég er mjög ánægð með þennan rausnarlega styrk og þakka kærlega fyrir hann. Ég er svo heppin að eiga myndir af flest öllum verkum mínum og hef fengið mikla hvatningu frá fólkinu í kringum mig og fólkinu sem á verk eftir mig að gefa út bók um verkin mín með myndum af þeim öllum. Textinn verður á íslensku og ensku. Ég hef skapað fjölda verka í gegnum árin en þau skipta þúsundum ef allt er talið. Flest eru þau á Íslandi en ég á þó töluvert af verkum líka erlendis,“ segir Sigga.

Uppáhaldsverk Siggu eru gangtegundir íslenska hestsins, sem hún hefur skorið út, en það verk þykir mikil listasmíði. Það verk ásamt nokkrum öðrum verkum eru meðal annars til sýnis í Tré og list í Forsæti í Flóahreppi.

Fjölmargar viðurkenningar

Sigga, sem er fædd á Villingaholti í Flóanum, segist hafa fengið tréskurðarlistina beint í æð á barnsaldri. Hún er fyrsti heiðursborgari Flóahrepps en þann heiður hlaut hún á 80 ára afmæli sínu í fyrra. Í nóvember sama ár var hún gerð að heiðurslistamanni þjóðarinnar og áður hafði hún fengið fálkaorðuna fyrir framlag sitt til þjóðlegrar listar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f