Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ellisif M. Bjarnadóttir, verkefnisstjóri fegrunarátaks Ásahrepps, sem hefur heimsótt alla þátttakendur verkefnisins í sumar og gefið bændum og búaliði góð ráð.
Ellisif M. Bjarnadóttir, verkefnisstjóri fegrunarátaks Ásahrepps, sem hefur heimsótt alla þátttakendur verkefnisins í sumar og gefið bændum og búaliði góð ráð.
Mynd / MHH
Fréttir 26. ágúst 2020

Styrkir fegrun á lögbýlum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mikil ánægja er með nýtt átak hreppsnefndar Ásahrepps í Rangárvallasýslu, sem gengur út á að gera sveitina enn fallegri en hún er í dag. Í því skyni fær hvert lögbýli 450.000 króna styrk frá sveitarfélaginu til að gera fínt í kringum sig.
 
„Verkefnið hefur gengið frábærlega, um 70 lögbýli taka þátt í því og það eru allir að keppast við að gera fínt hjá sér. Þetta er verkefni, sem önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka til fyrirmyndar, hér er mikill metnaður þegar kemur að fegrunar- og umhverfismálum,“ segir Ellisif M. Bjarnadóttir, verkefnisstjóri verkefnisins, en hún er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit og glæsilegu fegrunarsumri. Alls eru þetta rúmlega 30 milljónir króna sem hreppurinn leggur út vegna verkefnisins. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...