Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að umturna lífi sínu alveg. Þó má ekki losa sig við allar rætur en anda frekar djúpt og velja og hafna af kostgæfni. Það er gott að vera opinn fyrir nýjum tengslum og samstarfi, en þó ætti að vera á varðbergi gagnvart því að of mikill hraði sé á hlutunum. Hver dagur mun bera í skauti sér ný tækifæri og vatnsberinn þarf að venja sig á að gera gott úr því sem honum býðst. Happatölur 12, 29, 45.

Fiskarnir eru að fara í gegnum afar tilfinningaþrungið tímabil. Nú er gott að halda áfram að treysta á innsæi sitt og leyfa ástinni og sköpunarkraftinum að blómstra. Fiskarnir geta þó stundum látið tilfinningarnar fara með sig á flug í vitlausar áttir, þannig að þeir þurfa að vera meðvitaðir um að halda jafnvægi og vera einlægir við sjálfa sig. Mikil lukka er í kortunum, hvar sem er á litið og skal muna að þakka einhvers konar almætti fyrir það. Happatölur 6, 18, 39.

Hrúturinn er fullur orku og sjálfstrausts þessa dagana. Ný tækifæri munu birtast bæði í atvinnumálunum og félagslífinu sem þeir verða að vera tilbúnir að grípa. Gæta skal þess að misskilja ekki aðstæður heldur hafa hugann við mikilvægi þess að taka stöðugar og yfirvegaðar ákvarðanir. Hrúturinn þarf að gæta að heilsunni nú á vetrarmánuðunum og þá sérstaklega á háls-, nef- og eyrnasvæði. Happatölur 4, 17, 33.

Nautið er í því að leggja áherslu á að byggja upp öfluga og stöðuga framtíð. Hæst á baugi er að koma skikki á bæði fjárhaginn svo og persónuleg áform, en nautið þarf að vera meðvitað um að of mikil ofurtrú á gamlar venjur getur hindrað nýjar hugmyndir. Nautið ætti því að endurskoða líf sitt af mikilli gaumgæfni og halda einungis því sem veitir honum frið, gleði eða annars lags framúrskarandi stefnumótun í lífinu. Happatölur 19, 32, 50.

Tvíburinn fær innblástur úr öllum áttum um þessar mundir. Það eru spennandi tækifæri í loftinu sem geta fært honum nýja reynslu eða sýn á heiminn og einhvern veginn mun honum líða eins og hann hafi unnið í lottóinu. Tvíburinn þarf að gæta þess að láta ekki of miklar væntingar stýra sér, en jafnvel þó litið sé skynsamlega á hlutina má sjá að lottóvinningur er ekki orðum ofaukið. Mikil lukka í kortunum. Happatölur: 9, 26, 55.

Krabbinn upplifir aukinn innri styrk þessa dagana. Fólk sem hann treystir bregst á einhvern hátt, en með yfirvegun verður sú misgjörð til jákvæðari tengsla. Krabbinn þarf að taka sér tíma til að hlusta á og treysta sjálfum sér auk þess að finna jafnvægi í persónulega lífinu. Hugsa svolítið fram á við, þó að það sé mikilvægt að njóta dagsins í dag. Happatölur 10, 23, 46.

Ljónið nýtur örlítið aukins sjálfstrausts og ætti að vera tilbúið að takast á við nýjar áskoranir. Það þarf þó að passa sig á því að ofmeta ekki eigin getu, en einnig að sleppa öllu drama. Félagsleg tenging verður ljóninu til happs ef það er hreinskilið og víðsýnt og getur í raun komið í veg fyrir mikið fall. Á sama tíma er ljóninu bent á að halda sjálft þétt um taumana og hafa stjórn á eigin lífi. Happatölur 11, 27, 39.

Meyjan er afar upptekin af því að kafa dýpra inn í sjálfið um þessar mundir og gott að veita nýjum krafti í persónulegustu verkefnin. Að bæta sig sjálfa með nýjum venjum eða skipulagi – sem minnkar álag - verðum meyjum til mikillar hamingju. Aukin ábyrgð mun koma á óvart, en ekkert sem meyjan getur ekki staðið undir. Hún má líka hafa í huga að fólkið í kringum hana er meira en reiðubúið til að vera til staðar. Happatölur 14, 36, 58.

Vogin er að upplifa spennandi tíma þar sem félagslíf og sambönd verða í forgrunni. Nýjar tengingar banka upp á, sem veita henni aukna orku og nýja sýn á lífið. Það verður þó mikilvægt að forðast álag, því hún þarf að passa sig á því að halda jafnvægi á milli eigin þarfa og þess sem aðrir vilja frá henni. Hún er einnig minnt á hve fjölskyldan er dýrmæt. Happatölur 10, 24, 5

Sporðdrekinn þarf að brýna fyrir sjálfum sér að gleyma ekki eigin tilfinningum og hugmyndum um framtíðina. Nú er tími til að hreinsa út það sem er orðið óþarft, endurskoða markmið sín og helst taka upp þráðinn sem áður kveikti elda. Ekki óttast að taka neina ákvörðun þegar kemur að því að stíga einhver skref – þau verða afdrifarík. Ást og tengsl verða einnig í brennidepli. Happatölur 7, 19, 61.

Bogmaðurinn nýtur frelsis og ævintýra áður en langt um líður. Þó nú sé góður tími til kynnast nýjum veruleika á einhvern hátt er mikilvægt að njóta hvíldar inn á milli svo sloppið verði við veikindi. Fjárhagslega stendur bogmaðurinn styrkur auk þess sem nýir möguleikar skjóta upp kollinum – svo nú er ástæða til þess að skipuleggja vel. Happatölur 13, 29, 48.

Steingeitin á mikið undir því að vera staðföst í sínum ákvörðunum og með tilliti til langtímamarkmiða, þykir henni mikilvægast að halda sér við það sem hefur reynst best hingað til. Eitthvað mun þó bregða út af á næstunni og þarf steingeitin að hafa augun opin til að grípa hið óvænta. Þarna verður um lærdómsríkt tækifæri að ræða. Happatölur 8, 22, 41.

Skylt efni: stjörnuspá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f