Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru honum efstar. Skipulagsgáfa hans er með besta móti og um að gera að nýta hana sem fyrst. Eitthvað er um veikindi í kringum hann, þó ekki alvarleg en hann ætti sjálfur að gæta þess að veikjast helst ekki. Mikil lukka er í loftinu. Happatölur 23, 16, 80.

Fiskurinn má vænta ýmissa breytinga og allar líkur eru á að þær muni hafa mikil áhrif þegar til lengri tíma er litið. Ástamálin eru með besta móti. Með það í huga er rétt að sýna yfirvegun og ró og láta ekki hlutina ganga sér of nærri, enda litlu hægt að stjórna þegar öllu er á botninn hvolft. Happatölur 11, 26, 18.

Hrúturinn þarf að horfa inn á við meðfram öllum breytingum og ekki taka óafturkræfar ákvarðanir að sinni. Eitthvað reynir á náin sambönd, bæði viðskiptaleg og þau sem liggja nær hjartarótunum þar sem hrúturinn þarf að passa að vera bæði heiðarlegur við sjálfan sig og aðra. Happatölur 3, 15, 31.

Nautið þarf að virkja sjálft sig í að sleppa öllum þeim tökum sem það getur og fjarlægja sig frá samböndum sem byggja á óheiðarleika. Nautið þarf enn fremur að vera duglegt við að hreyfa sig og gæta þess hvað það lætur inn fyrir sínar varir, enda eitt þeirra merkja sem á vanda til að vera of eftirlátt við sjálft sig. Happatölur 8, 18, 26.

Tvíburinn vaknar nú með vorinu af fullum krafti en þarf að gæta þess að vaða ekki yfir aðra þó honum sé mikið niðri fyrir. Muna að ekki er allt við hæfi þó hann brenni fyrir því að láta hlutina ganga. Breytingar eru yfirvofandi, leggja þarf öllum hroka og óöryggi og velta vel fyrir sér hvað er í rauninni rétt afstaða. Happatölur 1, 6, 81.

Krabbinn hefur beðið lengi eftir bjartari tíð og verður víst að bíða enn um sinn. Honum er ráðlagt að njóta þess að hafa hægt um sig og leggja frekar á ráðin um hvað koma skal. Þær hugmyndir sem vakna geta mjög líklega orðið honum til góðs, ef af framkvæmd þeirra verður, og því þurfa undirstöðurnar að vera styrkar. Happatölur 4, 73, 21.

Ljónið virðist eiga heiminn um þessar mundir og heldur áfram stefnunni sem það trúir að sé sú rétta. Ekki eru allir á sama máli, en ljónið mun halda sínu striki þar til annað kemur í ljós. Veikindi eru í kortunum og hlúa þarf að andlegu hliðinni. Efla svo tengslanetið auk þess sem ljónið þarf að hlusta vel á fólkið í kringum sig. Happatölur 15, 8. 76.

Meyjan hefur alla burði til þess að vera glöð og ánægð enda óðum að birta til. Bæði í málum hjartans og almennri vellíðan. Útivist á vel við um þessar mundir og upplagt að anda djúpt og njóta þess að vera til. Árið leggst vel í merki meyjunnar enda að flestu leyti einungis jákvæðara en áður. Happatölur 8, 79, 61.

Vogin hefur æ oftar þurft að taka á honum stóra sínum í nánum samböndum og mun sjóða upp úr oftar en einu sinni á þessu ári. Vogin þarf þó ekki að örvænta því eftir mikið upprót verður lygna og góðir tímar fram undan. Vogin þarf ekki að vera smeyk við að standa á sínu enda hefur hún réttlætið og röksemdina sín megin. Happatölur 21, 34, 9.

Sporðdrekinn veltir fyrir sér hversu þungt hann skuli stíga niður í vissu máli og verður að segjast að hans hlið mun fá aðra til að hugsa sig tvisvar um. Eitthvað getur orðið honum til ama, en þegar öllu er á botninn hvolft er þar tækifæri til breytinga. Öll skipulagning ætti að ganga greiðlega því fyrr sem ákvarðanir eru teknar. Happatölur 3, 55, 18.

Bogmaðurinn hefur nýverið gengið eitthvað fram af öðrum en ætti að láta það sig litlu skipta. Ágætt er að ræða málin sem fyrst og hreinsa loftið en í framhaldinu mun þetta fá alla hlutaðeigendi til þess að horfa á málin frá fleiri hliðum og því í rauninni til góðs. Happatölur 66, 4, 72.

Steingeitin hefur eitthvað verið að velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Hvað mætti bæta og hverju mætti leyfa að standa í stað. Slík hugsanavinna er henni afar mikilvæg og sá lærdómur sem felst í því að ganga inn í lífið með opnum huga. Happdrættisvinningur er á næsta leiti, annaðhvort í lífinu eða í formi fjár. Happatölur 16, 22, 28.

Skylt efni: stjörnuspá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...