Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tilkynningar frá þremur búum benda til þess að hrúturinn Viðar 17-844 frá
Bergsstöðum dreifi bógkreppu.
Tilkynningar frá þremur búum benda til þess að hrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi bógkreppu.
Mynd / RML
Fréttir 31. ágúst 2022

Sterkur grunur um að sæðingahrútur dreifi bógkreppu

Höfundur: SIgurður Már Harðarson

Sterkur grunur er um að sæðingahrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi frá sér erfðagallanum bógkreppu.

Samkvæmt upplýsingum frá Eyþóri Einarssyni, sauðfjár- ræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hafa þegar borist tilkynningar frá þremur búum um alls fjögur lömb undan Viðari sem fæddustu vansköpuð.

Gallinn kemur í ljós hjá arfhreinum afkvæmum

Eyþór segir að bógkreppa sé víkjandi erfðagalli og kemur því einungis fram þegar bæði faðir og móðir bera erfðavísinn arfblendin og skila honum bæði til afkvæmisins sem er þá arfhreint fyrir gallanum og kemur þá vansköpunin í ljós.

Hann segir að þar sem arfblendnir einstaklingar leyni gallanum, þá geti hann verið búinn að dreifast talsvert áður en það uppgötvast að hann sé fyrir hendi í hjörðinni. Einkennin séu meðal annars þau að framfætur eru fremur stuttir, krepptir og snúnir. Lömbin komast því yfirleitt ekki á legg.

Afburðagóður lambafaðir

„Á öllum þessum búum er bógkreppa þekkt og hægt að rekja móðurættina í þekkta bógkreppugjafa. Þá hafa einnig komið fram upplýsingar um fjóra syni Viðars sem gáfu bógkreppu í vor. Þetta er óneitanlega mikið áfall þar sem Viðar hefur verið talin afburðagóður lambafaðir og var mest notaði hrútur sæðingastöðvanna síðastliðna tvo vetur,“ útskýrir Eyþór.

„Í gangi er verkefni sem RML, Matís og Keldur standa saman að þar sem annars vegar slík lömb hafa verið krufin og gallanum lýst og hins vegar er verið að leita að erfðavísinum sem veldur þessu.

Í gegnum þetta verkefni voru send sýni í sumar til Nýja-Sjálands til arfgerðargreiningar. Vonandi mun það skila því að hægt verði í framtíðinni að prófa fyrir þessum galla. Enn er það alls ekki í hendi að það takist. Vonandi skýrist það síðar í haust hvort hægt verði að staðsetja erfðavísinn. Bændur eru því hvattir til þess að fara varlega í að framrækta gripi sem taldir eru að beri slíka erfðagalla, það er í raun leikur að eldi.

Ef menn eiga gripi undan Viðari er því ráðlegt að setja ekki á undan þeim – a.m.k. ekki fyrr en það lánast að finna erfðavísinn sem veldur bógkreppu og hægt verður að prófa fyrir hvort gallinn sé til staðar,“ segir Eyþór enn fremur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...