Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sívalningur
Hannyrðahornið 30. maí 2017

Sívalningur

Loksins, loksins, loksins er Drops Air fáanlegt hjá okkur mæðgunum í Handverkskúnst. 
 
Drops Air er mjög sérstakt garn þar sem það er ekki spunnið heldur blásið. Garnið er mjög létt líkt og nafn þess gefur til kynna. Flíkur úr Drop Air eru töluvert léttari en flíkur úr öðru garni í sambærilegum grófleika og flíkurnar eru algerlega kláðafríar og ættu því að henta öllum.
 
Þessi dásamlegi hólkur er tilvalið verkefni fyrir þá sem vilja prufa Drops Air. Við erum sannfærðar um að þú munt kolfalla fyrir þessu garni líkt og svo margir aðrir.
 
Prjónakveðjur,
Guðrún María 
& Elín
www.garn.is
 
Sívalningur
Prjónaður hólkur með gatamynstri úr Drops Air.
 
Stærð: Ein stærð.
Mál: DROPS AIR fæst hjá Handverkskúnst, 100 g
Hringprjónar: (60 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
 
KRAGI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. 
Fitjið upp 120 lykkjur á hringprjóna 5 með Air. Prjónið 4 umferðir með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 12 mynstureiningar á breidd). 
 
Endurtakið A.1 á hæð þar til kraginn mælist ca 40 cm. Prjónið 4 umferðir með garðaprjóni yfir allar lykkjur og fellið af.          
 
 
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
 
 
 
= sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja
 
 
 
= 2 lykkjur slétt saman
 
 
= Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
 
 
= Takið 2 lykkjur óprjónaðar, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 óprjónuðu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...