Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Síðsumars kjúklingaveisla
Matarkrókurinn 28. ágúst 2014

Síðsumars kjúklingaveisla

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Það er hægt að matreiða kjúkling á ótal vegu og spennandi að prófa framandi krydd og eldunaraðferðir. Útigrill landsmanna eru víða funheit þessa dagana og þá er um að gera að grilla góðan kjúkling. Nú er hægt að kaupa kjúkling bæði ferskan og frosinn, jafnvel foreldaðan. Nýjung hjá bændum sem vert er að gefa gaum er kjúklingur sem alinn er að hluta á útisvæði.

Teriyaki-marineraður kjúklingur á spjóti
Hráefni

  • 600 g kjúklingur
  • 90 ml teriyaki-sósa
  • 10 ml hunang
  • 5 g hvítlaukur
  • 8 spjót

Aðferð
Hvítlaukurinn er rifinn með rifjárni. Kjúklingur skorinn í strimla. Teriyaki, hunangi og
hvítlauk blandað saman og látið standa í 20 mín. Kjúklingakjötið sett á spjót og ofan í skálina með marineringunni. Látið standa í 1½ klukkustund. Tekið upp úr leginum og sett inn í 200 gráðu heitan ofninn í 12 mínútur eða brúnað á grilli.

Borið fram með nýju rótargrænmeti bökuðu í álpappír og stökku beikoni.


Kjúklingaleggir BBQ
Hráefni

  • 8 stk. kjúklingavængir
  • 2 tsk. svartur pipar
  • 1 tsk. sæt chilisósa
  • 1 tsk. ostrusósa
  • 1 tsk. Cayenne-pipar
  • 4 tsk. paprikuduft
  • 2 tsk. fennelduft
  • 1 tsk. salt
  • 2 msk. púðursykur

Aðferð
Myljið svarta piparinn í kvörn þar til hann verður að fínu dufti. Blandið ostrusósunni og sætu chilisósunni, ásamt Cayenne-piparnum, paprikuduftinu, sinnepsduftinu, saltinu og púðursykrinum saman við. Nuddið kryddblöndunni á vængina og marinerið í 2 klst.

Eldið kjúklingavængina í 20 mín. á 210 °C eða á grilli.

Kjúklingavængir með asísku bragði
Hráefni

  • 600 g kjúklingavængir
  • 3 vorlauksstönglar, niðurskornir   (til skrauts)
  • 1 rauður chili, niðurskorinn
  • 2 hvítlauksgeirar, kreistir
  • 1 tsk. engifer, saxað
  • 1 msk. matarolía, til steikingar

Kryddlögur

  • vorlaukar, niðurskornir
  • 4 msk. sojasósa
  • 2 msk. fiskisósa
  • 1 tsk. sesamolía
  • 1 tsk. hunang
  • smávegis af þurrkryddum eins og   anís eða kóríander

Aðferð
Leggið kjúklinginn í kryddlöginn og inn í ísskáp, helst yfir nótt . Hellið kryddleginum í skál og setjið til hliðar. Hitið grillið. Steikið á heitu grilli í 20 mín. Það þarf að snúa oft því sætur gljáinn getur brunnið.
Hellið kryddleginum út í pott og sjóðið upp, bætið við hvítlauk og engifer. Penslið vængina með vökvanum í 5-20 mínútur þar til kjötið er orðið mjúkt. Gott að nota vægari hita á grillinu. Snúið reglulega við.
Berið kjúklingavængina fram á diski og skreytið með vorlauknum sem eftir er. Gott að föndra smá álpappír á vængendana í upphafi til að forðast klístur við framreiðslu.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f