Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari er hér búinn að setja svínahryggi í reykofn sem stendur til að léttreykja. Hann framleiðir nokkur hundruð kílógrömm af hamborgarhryggjum á ári fyrir þá sem hafa lagt inn pöntun.
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari er hér búinn að setja svínahryggi í reykofn sem stendur til að léttreykja. Hann framleiðir nokkur hundruð kílógrömm af hamborgarhryggjum á ári fyrir þá sem hafa lagt inn pöntun.
Mynd / ál
Viðtal 19. desember 2025

Sérframleiddir hamborgarhryggir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurður Haraldsson, eigandi Pylsumeistarans, framleiðir hamborgarhryggi í litlu magni fyrir hver jól. Hryggirnir eru unnir í kjötvinnslu Pylsumeistarans í Kópavogi og er nánast allt framleitt upp í pantanir.

Hamborgarhryggir nýkomnir úr reykofninum.

Í samtali segir Sigurður hamborgarhryggina verja samtals þremur tímum í reykofninum. „Varan er hituð við 45 til 50 gráður og síðan þurrkuð og að lokum reykt við sama hitastig. Þetta er kaldreyking, á meðan heitreyking er í kringum 70 gráður,“ segir Sigurður. Hver hryggur er í kringum fimm til sjö kíló þegar þeir eru settir í reykofninn en eru síðan sagaðir niður til að passa nákvæmlega upp í pantanir. „Við vakúmpökkum og merkjum hverjum og einum. Svo kemur fólk og sækir hrygginn sinn í búðina.“

Sigurður, sem er með verslun við Laugarlæk í Reykjavík, segist alfarið vinna með og selja íslenskt kjöt. „Það er ekki af því að innflutt kjöt er eitthvað verra, heldur vil ég að fólk eigi búð þar sem það veit að varan er íslensk. Eins snýst þetta um íslenska bændur sem þarf að byggja undir. Þeir eru algjörar hetjur og hugsjónafólk sem þarf jafnvel að vinna aukavinnu til að komast af.“

Aðspurður hvort hryggirnir hans séu með einhverja sérstöðu segir hann þá vera léttreykta og léttsaltaða. Helmingur saltsins sé sjávarsalt á móti nítrítsalti sem sé til að tryggja öryggi vörunnar til neyslu. Eina innihaldsefnið umfram það sé óverulegt magn af bindiefni til þess að vökvinn haldist betur í kjötinu við eldun. „Fólk kaupir hryggi og jólaskinku af mér af því að því líður vel þegar það er búið að borða. Eins og með allt hjá mér reyni ég að vera með eins lítið af aukaefnum og hægt er og eiga sem minnst við matinn,“ segir Sigurður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...