Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samvinna afurðastöðva
Lesendarýni 29. apríl 2020

Samvinna afurðastöðva

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson

Á undanförnum árum hafa afurðastöðvar í kjöti mátt þola gríðarmiklar breytingar í sínu samkeppnisumhverfi. Þar sem innflutningur á kjöti hefur aukist verulega frá löndum þar sem aðstæður til framleiðslu eru mun hagfelldari út frá mörgum sjónarhornum, t.d. aðbúnaði dýra, launakostnaði og veðurfari. Einnig er slátrun og vinnsla í mörgum þessara landa mun hagkvæmari vegna stærðarhagkvæmni og lægri launakostnaðar svo eitthvað sé nefnt. Þetta gerir það að verkum að íslenskar kjötafurðastöðvar hafa glímt við erfiðan rekstur undanfarin ár.

Þessi fyrirtæki skapa fjölmörg störf, flest á landsbyggðinni, og eru mikilvægur hlekkur í innlendri framleiðslu matvæla sem enn og aftur sannar sig nú á hinum erfiðu tímum Covid-19. Vegna þessa erfiðu aðstæðna í rekstri hafa afurðastöðvar meðal annars ekki getað hækkað verð til bænda í takt við það sem eðlilegt væri og heldur ekki náð að endurnýja og fjárfesta í rekstri sínum eins og ákjósanlegt væri.

Breytingar á búvörulögum

Það er augljóst að ef gæta á sanngirni í þessum heimi þarf að jafna samkeppnisstöðu afurðastöðva á Íslandi. Ef vel ætti að vera þyrfti að horfa til sambærilegs fyrirkomulags og viðhaft er í mjólkuriðnaðinum. Þar sem afurðastöðvar hafa leyfi til þess að hafa með sér ákveðið samstarf og verkaskiptingu á markaði. Með því mætti sjá mikla hagræðingu á ýmsum sviðum í þessum rekstri sem myndi skapa fyrirtækjunum betri rekstur og rými skapast til að borga bændum hærra verð fyrir sínar afurðir.  Hefur undirritaður lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis að breytingar verði gerðar í þá átt sem reifað hefur verið í grein þessari á búvörulögum á síðasta haustþingi með það að markmiði að efla innlenda framleiðslu og tryggja afkoma bænda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Í krísum sem þessari sannast hið fornkveðna að hollur er heimafenginn baggi. Íslendingar munu eins og aðrar þjóðir þurfa að leggja mikla áherslu á það á næstu árum að efla og tryggja sína matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af okkar matvælaframleiðslu og standa vörð um hana sem aldrei fyrr.

Þórarinn Ingi Pétursson
þingmaður Framsóknar
í NA-kjördæmi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...