Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Rebekka Kristjánsdóttir sölustjóri og Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, með nýju íslensku ullarsængina.
Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Rebekka Kristjánsdóttir sölustjóri og Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, með nýju íslensku ullarsængina.
Fréttir 23. desember 2019

Sængur úr einstakri íslenskri ull

Lopidraumur er ný vörulína hjá Ístex sem inniheldur hágæða sængur úr 100 prósent íslenskri ull sem keypt er beint af íslenskum bændum. Sængurnar eru umhverfisvænar og sjálfbærar en ullin er þvegin í ullarþvottastöð fyrirtækisins á Blönduósi.  
 
„Ístex hefur verið í þróunarvinnu síðustu mánuði með íslenskar ullarsængur og verkefnið hefur gengið vonum framar. Það voru margir sem komu að verkefninu bæði hérlendis og erlendis. Það tók tíma að finna réttu þykktina fyrir sængurnar, þess má geta að við bjóðum upp á tvenns konar þykktir, annars vegar heilsárssængina Emblu og hins vegar vetrarsængina Iðunni. Þannig að fólk getur valið sæng eftir því hversu heitfengt það er,“ útskýrir  Sigríður Jóna Hannesdóttir, verkefnastjóri hjá Ístex. 
 
 
Fengið frábærar viðtökur
 
Í sængurnar er notuð íslensk hágæða­ull sem er náttúruleg og með einstaka eiginleika, hún er létt, hlý, andar vel og er vistvæn.
 
„Ullin býr yfir þeim eiginleika að hún er temprandi þannig að manni ætti ekki að vera of heitt eða kalt undir sænginni. Við notum sérstaka aðferð til að meðhöndla ullina fyrir sængurnar svo að sængin þófni ekki, sem þýðir að hún hleypur ekki til. Þess má geta að hún má fara í þvott á ullarstillingu og þurrkara á vægan hita. Sængurnar hafa hlotið OEKO-Tex stimpilinn. Sængurnar hafa fengið frábærar viðtökur og við höfum varla undan að afgreiða þær,“ segir Sigríður Jóna og bætir við:
 
„Íslenska ullin hefur þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og verndar féð gegn kulda. Togið er lengra og vex út úr reyfinu, það er harðgert og glansandi og veitir vörn gegn vatni og vindum. Ull íslensku sauðkindarinnar er einstök og engin sambærileg ull er til í heiminum. Hægt er að sjá nánar um og nálgast sængurnar á heimasíðunni okkar www.lopidraumur.is.“ 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...