Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið á Matvæladaginn. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður.
Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið á Matvæladaginn. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður.
Mynd / Kristín Edda Gylfadóttir
Fréttir 30. október 2018

Rjómabúið Erpsstaðir hlaut Fjöreggið

Höfundur: smh

Fjöreggið, viðurkenningu Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands og Samtaka iðnaðarins, hlaut Rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum, en það var afhent á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands sem haldinn var á Grand hótel á fimmtudaginn.

Fjöreggið er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði og í umsögn dómnefndar um Erpsstaðir segir eftirfarandi: „Rjómabúið var stofnað vorið 2009, þegar ábúendur á Erpsstöðum hófu ísframleiðslu. Fyrsta sumarið var einungis seldur ís beint frá býli. Veturinn 2009/10 varð Rjómabúið Erpsstaðir ehf. til sem sér félag og hefur það frá þeim tíma aukið stöðugt við sína framleiðslu. Í dag er framleitt gamaldags skyr, tvær tegundir af ostum, margar tegundir af ís og skyrkonfekt, sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands og Matís, sem kallaðist „Stefnumót hönnuða og bænda“. Á Erpsstöðum er rekin sveitaverslun sem selur framleiðsluvörur fyrirtækisins.“

Önnur verkefni og fyrirtæki sem voru tilnefnd til Fjöreggsins voru: AstaLýsi, blanda af íslensku astasantíni og síldarlýsi, Efstidalur II, fjölskyldubýli sem rekið er af fjórum systkinum og fjölskyldum þeirra,  Heilsuprótein, framleiðsla á verðmætum afurðum úr mysu sem áður hefur verið fargað, og Matartíminn, vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem framleiðir mat handa skólabörnum.

Í dómnefnd 2018 sátu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins formaður, Helga Margrét Pálsdóttir, gæðastjóri Ora, Sigrún Hallgrímsdóttir, deildarstjóri eldhúss og matsala Landsspítala Háskólasjúkrahúss og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f