Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elstu steingerð fótspor óþekkts skordýrs sem nýlega fundust í Kína eru talin vera 500 milljón ára gömul og elstu fótspor lífveru sem vitað er um. Fundurinn er sagður leiða vísindin nær svari um hvaða dýr mynduðu fyrst fætur.

Sporin sem um ræðir eru sögð vera eftir óþekktan áa nútíma skordýra eða orms. Út frá fótsporunum er ekki hægt að greina útlit dýrsins en vísindamenn segja að þetta séu elstu ummerki sem fundist hafa til þess um dýr með fætur.

Í grein í tímaritinu Science Advances þar sem fjallað er um fótsporafundinn segir meðal annars að dýr hafi þróað með sér fætur til að fara á milli staða, byggja sér athvarf, berjast með og finna með fæðu. Þróun fóta hefur því haft fjölþætt áhrif á þróun lífsins á jörðinni og þeirra dýra sem fetuðu í fyrstu fótsporin.

Fótsporasteingervingurinn fannst í Yangtse-gilinu í Suður-Kína milli tveggja steinlaga sem hafa verið greind á milli 541 til 551 milljón ára gömul. Elstu fótspor sem áður hafa fundist hafa verið greind sem 10 til 20 milljón árum yngri og er talið að sprenging í þróun lífsins á jörðinni hafi átt sér stað á því tímabili.

Talið er að fótsporin séu eftir kvikindi sem gekk í blautum jarðvegi við árbakka áður en að dýr höfðu flutt sig upp á þurrt land að neinu ráði. Ekki hefur verið ráðið af fótsporaleifunum hversu mörg fótapör kvikindið hefur haft og því af hvaða flokki smádýra. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f