Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi með nýrri nálgun við útrýmingu á riðuveiki í fé.
Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi með nýrri nálgun við útrýmingu á riðuveiki í fé.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2026

Riðuveiki útrýmt með verndandi arfgerðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ný reglugerð um riðuveiki í fé hefur tekið gildi sem hefur það að markmiði að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og byggir á stefnunni Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu, sem var endurskoðuð og endurútgefin síðasta sumar.

Helstu markmiðin sem þar birtast eru meðal annars að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki á landinu frá og með árinu 2028, að Ísland hljóti viðurkenningu ESB árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að riðuveiki komi upp hér á landi og að innan 20 ára hafi sauðfjárriðu verið útrýmt á Íslandi.

Ræktun með verndandi arfgerðum

Um nýja nálgun er að ræða við útrýmingu á riðu í fé. Í stað þess að reyna að útrýma smitefninu sjálfu verður riðuveiki útrýmt með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn riðuveiki ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins. Markvisst ræktunarstarf er þegar til staðar í landinu þar sem þessi markmið liggja til grundvallar.

Reglugerðin kveður á um einföldun stjórnsýslu. Útgjöld ríkissjóðs vegna riðuveiki eiga að minnka vegna þess að fjöldi bótagreiðslna mun dragast saman og kostnaður vegna hreinsunar og upprætingar smitefnisins einnig minnka.

Bændur jafni tekjumissi innan fimm ára

Samkvæmt reglugerðinni verða aðgerðir áhættumiðaðar og beint að tilteknum áhættuflokkuðum bæjum en ekki jafnt að öllum bæjum í viðkomandi varnarhólfi líkt og verið hefur. Einnig verður öllum sauðfjáreigendum skylt að rækta fé sitt þannig að það verði ónæmt fyrir riðuveiki. Takmarkanir sem settar verða á riðubæi og áhættubæi verða hnitmiðaðri og gilda í styttri tíma eða allt niður í sjö ár, í stað tuttugu ára eins og nú er.

Bætur til bænda vegna niðurskurðar og stuðnings við uppbyggingu nýrra hjarða verða fyrirsjáanlegri og miða að því að bændur hafi náð að jafna tekjumissi vegna uppkomu riðuveiki innan fimm ára. Stjórnsýsla vegna riðuveiki færist að mestu frá atvinnuvegaráðuneytinu til Matvælastofnunar.

Heimilt að leyfa flutning fjár á afrétt

Drög að þessari reglugerð voru í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar í október síðastliðnum. Helsta breytingin sem gerð var í kjölfar umsagnarferilsins er sú að Matvælastofnun verður heimilt að leyfa flutning fjár með verndandi arfgerð á afrétt á fyrsta ári eftir uppkomu riðuveiki.

Fé á riðubæjum sem ekki verður leyft að flytja á afrétt, fé sem ekki ber verndandi arfgerð, skal hins vegar haldið í heimahögum á takmörkunartíma og verður Matvælastofnun heimilt að taka þátt í girðingakostnaði bænda að vissum skilyrðum uppfylltum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...