Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Alls útskrifuðust 24 búfræðingar frá LbhÍ.
Alls útskrifuðust 24 búfræðingar frá LbhÍ.
Mynd / TB
Fréttir 6. júní 2020

Rétta fólkið á réttum tíma

Höfundur: Ritstjórn

Landbúnaðarháskóli Íslands brautskráði nemendur af búfræði-, grunn- og framhaldsnámsbrautum við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi föstudaginn 5. júní. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor sagði í ræðu sinni að kandídatar og búfræðingar væru rétta fólkið á réttum tíma. Það væri horft til fjölbreyttra tækifæra innan landbúnaðarins og ljóst að matvælaframleiðsla yrði eitt af stóru viðfangsefnum framtíðarinnar.

„Við höfum öll orðið vör við jákvæðu umræðuna á undanförnum vikum og mánuðum um hvernig horft er til tækifæra innan landbúnaðarins, sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, umhverfis- og loftslagsmála, skipulags og hönnunar. Huga þarf að því að tryggja fæðuöryggi landsins til framtíðar samhliða því að auka náttúruvitund, efla nýsköpun og huga jafnframt að útflutningstækifærum,“ sagði Ragnheiður. 

Búfræði

Eyjólfur Kristinn Örnólfsson brautarstjóri búfræði útskrifaði 24 nýja búfræðinga og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veitti þeim útskriftarskírteini og verðlaun.

Karl Vernharð Þorleifsson sópaði að sér verðlaunum fyrir góðan námsárangur. Hann fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í sauðfjárrækt, nautgriparækt, bútæknigreinum, hagfræðigreinum, í lokaverkefninu og fyrir frábæran árangur á búfræðiprófi.

Þorvaldur Ragnar Þorbjarnarson fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl.

Morgunblaðsskeifuna, veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frumtamningaprófi og í reiðmennskuhluta knapamerkis III, hlaut Vildís Þrá Jónsdóttir.

Búvísindabraut

Birna Kristín Baldursdóttir brautarstjóri brautskráði 7 nemendur og fyrir frábæran árangur á BS-prófi á Búvísindabraut hlaut Teitur Sævarsson verðlaun.

Landslagsarkitektúr

Kristín Pétursdóttir brautarstjóri brautskráði 7 nemendur og hlaut Elín Erla Káradóttir verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi í landslagsarkitektúr.


Mynd / Rósa Björk

Skógfræði

Bjarni Diðrik Sigurðsson brautskráði Hall S. Björgvinsson og veitti verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi.

Náttúru- og umhverfisfræði

Ragnhildur Helga Jónsdóttir brautarstjóri brautskráði 5 nemendur og hlaut Esther Marioes Kapinga verðlaun fyrir frábæran árangur á BS-prófi á brautinni. Hún hlaut einnig verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi heilt yfir við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þrír nemendur voru að þessu sinni jafnir með hæstu einkunn fyrir lokaverkefni þau Esther Marloes Kapinga (náttúru- og umhverfisfræði), Hallur S. Björgvinsson (skógfræði) og Teitur Sævarsson (búvísindi), öll með 9,5 í vitnisburð og voru þau öll verðlaunuð. 

Meistaranám

Bjarni Diðrik Sigurðsson umsjónarmaður framhaldsnáms útskrifaði 6 meistaranema og einn nýdoktor.

Fyrir góðan árangur í rannsóknamiðuðu MS-prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands hlaut Þórdís Þórarinsdóttir verðlaun. Guðrún Lára Sveinsdóttur hlaut verðlaun fyrir frábær árangur á MS-prófi í skipulagsfræðum.

Styrkir veittir úr Framfarasjóði og Blikastaðasjóði

Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, veitti Hönnu Valdísi Guðjónsdóttur styrk til framhaldsnáms en hún hóf MS-nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðið haust.

Magnús Sigsteinsson, einn af stofnendum Blikastaðasjóðs, veitti Heiðrúnu Sigurðardóttur einnar milljón króna styrk en hún hóf doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands og Sænska landbúnaðarháskólann SLU síðastliðið haust. Verkefni hennar heitir Exploring the genetic regulation of ability and quality of gaits in Icelandic horses og mun í grófum dráttum miða að því að auka þekkingu á erfðafræðilegum grunni gangtegunda íslenska hestsins.

Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri stýrði athöfninni og Eva Margrét Jónudóttir og Jón Snorri Bergsson fluttu nokkur lög. Pétur Snær Ómarsson spilaði á flygil þegar gesti bar að garði.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Borgarnesi við útskriftina.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f