Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjölnota reiðskemma á Hvanneyri myndi nýtast við kennslu og þjálfun.
Fjölnota reiðskemma á Hvanneyri myndi nýtast við kennslu og þjálfun.
Fréttir 2. ágúst 2017

Reiðkennsla mögulega færð til Hvanneyrar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Hestamiðstöðin og jörðin Mið-Fossar í Borgarbyggð hefur verið auglýst til sölu. Leigusamningur Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um afnot af jörðinni og aðstöðu hennar rennur út árið 2018. Skólinn hyggur á byggingu fjölnota skemmu á Hvanneyri sem nýtast á við reiðkennslu.
 
Jörðin Mið-Fossar í Borgarbyggð er 599 ha að stærð með 52,9 ha af ræktuðu landi. Á jörðinni er velútbúin 2030 fm2 reiðhöll, 750 fm hesthús fyrir 79 hesta og aðstöðu fyrir kennslu og sýningar af ýmsu tagi. Þar er einnig reiðvöllur og hafa farið þar fram keppnir og kynbótasýningar. Fasteignamat jarðarinnar eru tæpar 106 milljónir króna en brunabótamatið rúmar 460 milljónir króna.
 
Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri hefur leigt Mið-Fossa undanfarin ár og rekið þar hestamiðstöð undir reiðkennslu og aðstöðu fyrir hross nemenda en leigusamningurinn rennur út árið 2018.
 
Hagkvæmt til lengri tíma
 
Kostnaður LbhÍ við rekstur og leigu miðstöðvarinnar hefur verið um 20 milljónir króna á ári síðustu tvö ár að því er fram kemur í fundargerð háskólaráðs LbhÍ. Eigendur jarðarinnar hafa hins vegar boðað 26% hækkun á leigu fyrir hesthús og reiðhöllina. 
 
Rektor LbhÍ skipaði á vordögum starfshóp sem kanna átti fýsileika þess að flytja reiðkennsluna til Hvanneyrar. Niðurstaða starfshópsins var sú að vænlegast þætti að losa skólann undan kostnaði við leigu á Mið-Fossum og byggja þess í stað fjölnota skemmu sem kosta á um 45 milljónir króna. 
 
Engin ákvörðun hefur verið tekið í þeim efnum en Birni Þorsteinssyni rektor og framkvæmdastjórn LbhÍ var falið að útfæra tillögu starfshópsins. Að sögn Björns er grundvöllur fyrir byggingu reiðskemmu ef heimild fæst fyrir slíka stofnframkvæmd í fjárlögum. Til lengri tíma litið yrði uppbygging á Hvanneyri hagkvæmari fyrir skólann.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...