Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samingur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar var undirritaður á dögunum, en það gerðu Friðrik V. Árnason hjá Orkusölunni og Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Samningurinn skilar bændum ávinningi í lægra ve
Samingur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar var undirritaður á dögunum, en það gerðu Friðrik V. Árnason hjá Orkusölunni og Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Samningurinn skilar bændum ávinningi í lægra ve
Fréttir 24. september 2018

Rafmagnið lækkar um 10 til 12 milljónir í kjölfar útboðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Ég er mjög sáttur við útkomuna, þetta gekk allt saman ljómandi vel og við fengum góð tilboð frá öllum fyrirtækjum sem eru í rafmagnssölu,“ segir Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, BSE. 
 
Sambandið hafði forgöngu um það á liðnu sumri að bjóða út sölu á rafmagni til bænda. Tæplega 70 bændur óskuðu eftir að vera með, samtals í kaup á 6 gígavattstundum af rafmagni. Bændum í Eyjafirði sem áhuga hafa á að ganga inn í tilboðið gefst kostur á því og telur Sigurgeir að þegar upp verður staðið muni á bilinu 80 til 90 bændur vera með.
 
Krónutölur ekki gefnar upp
 
Alls fengu fimm fyrirtæki sem selja raforku gögn og bauðst að vera með í útboðinu, þ.e. Fallorka ehf., HS Orka, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða og Orkusalan ehf., en hið síðast talda bauð lægst og var tilboði frá því tekið.  Samningur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar var undirritaður á dögunum.
 
Sigurgeir segir að meirihluti tilboðsgjafa hafi óskað eftir því að upphæð tilboðs yrði trúnaðarmál og vildi því ekki gefa upp krónutölu tilboðsins, „en það er ljóst að um umtalsverða lækkun á kaupum á rafmagni er að ræða,“ segir Sigurgeir og telur lækkun eftir útboð og sameiginleg kaup bænda á rafmagni nema á bilinu 10 til 12 milljónir króna á ári.
 
Olíuvörur næst?
 
Sigurgeir segir mikla vinnu liggja að baki svo stóru og sameiginlegu útboði, en greinilegt að það muni skila bændum töluverðum ávinningi í lægra verði. Taldi hann ekki útilokað að bændur myndu sameinast um fleiri útboð og þá jafnvel strax á næsta ári. „Við erum að skoða ákveðna hluti í þeim efnum og líklegt að næst munum við óska tilboða í olíuvörur, þær eru stór útgjaldaliður hjá bænum og stórt sameiginlegt útboð gæti haft í för með sér hagstæðara verð fyrir bændur en þeim býðst nú,“ segir hann. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...