Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Atvinnuvegaráðuneytið
Atvinnuvegaráðuneytið
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífland myndi sækja um starfsleyfi fyrir hveitimyllu á Grundartanga að nýju myndi leyfið vera veitt vegna breyttra laga.

Samkvæmt svörum frá ráðuneytinu eru áðurnefnd lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Á þeim var gerð lagabreyting árið 2017 þar sem felldar voru á brott takmarkanir á staðsetningu matvælafyrirtækja með tilvísan til svokallaðs þynningarsvæðis stóriðju.

Lögin eru ekki á forræði atvinnuvegaráðuneytisins, heldur heyra þau undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Sú stofnun sem fer með veitingu starfsleyfis í þessu tilfelli er Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, en þar sem um matvælaframleiðslu er að ræða er ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins kæranleg til atvinnuvegaráðuneytisins.

Lífland nýtti sér ekki kæruréttinn þegar umsókn um starfsleyfi var hafnað í febrúar 2020. Fyrirtækið óskaði eftir endurupptöku málsins hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands í ágúst 2023, en niðurstaða þess var sú sama og áður. Í kjölfarið leitaði Lífland til þáverandi matvælaráðuneytis og óskaði eftir undanþágum, en slík heimild var ekki til staðar eins og kom fram í svari til fyrirtækisins í júlí 2024.

Í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að það sé „miður að einu kornmyllu landsins verði lokað en ekki verður séð að það feli í sér ógn við fæðuöryggi landsins líkt og fullyrt hefur verið“. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt: „Það er fyrirtækisins að meta hvernig uppbyggingu innviða þess verður háttað og hefur ráðuneytið ekki heimildir í lögum til að grípa inn í áform, viðskiptaáætlanir eða samninga framleiðenda kornafurða eða skipulagsáætlanir Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar.“

Sjá einnig:

Kornax búið að loka

Ný hveitimylla ólíkleg


Skylt efni: kornax

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...