Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Fréttir 5. nóvember 2021

Pósturinn sendir íbúum landsbyggðar fingurinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Með þessum glórulausu hækkun­um er Pósturinn að senda íbúum í hinum dreifðu byggðum fingurinn,“ segir í ályktun sem Framsýn, stéttarfélag hefur sent frá sér. Bent er á að verðhækkun sem tók gildi hjá Póstinum í byrjun þessa mánaðar hafi áhrif á útgjaldaliði heimilanna og um mikilvægt byggðamál sé að ræða.

Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir. Ástæða verðbreytinga hjá Póstinum eru ný lög sem kveða á um að ekki sé heimilt að innheimta sama gjald fyrir sendingar um landið líkt og fyrri lög kváðu á um.

Fer jafnvel yfir 100% hækkun

Aðalsteinn Árni Baldursson, for­maður Framsýnar, segir að fram til þessa hafi verðskrá hins opinbera fyrirtækis, Póstsins, miðað við að sama verð gilti um land allt og sú hafi verið krafa löggjafans. Samkvæmt boðuðum verðskrárbreytingum nemi hækkunin í mörgum tilvikum tugum prósenta og fari jafnvel yfir 100%. Stjórnvöld geti ekki setið hjá og látið þetta óréttlæti viðgangast, vitlaust sé gefið, sem er ólíðandi.

Munum finna fyrir hærri kostnaði

„Við sem búum á landsbyggðinni höfum horft upp á það undanfarin ár að banka- og tryggingaútibú loka, sem og verslanir. Í auknum mæli verslar fólk í gegnum netið og þess verður ekki langt að bíða að menn finna fyrir því í enn hærri sendingarkostnaði en var,“ segir hann og bendir á sem dæmi að fréttabréf Framsýnar sé prentað á Egilsstöðum og flutt til Húsavíkur með pósti.
„Við flýttum útgáfu næsta tölublaðs til að komast hjá verðhækkuninni. Mér sýnist að það muni borga sig að senda mann eftir blaðinu næst,“ segir Aðalsteinn.

„Í sumum tilvikum er ódýrara að fara í leiðangra eftir vörum á næstu þéttbýlisstaði heldur en að fá sent með Póstinum. Ef sú verður raunin, dregur úr umsvifum Póstsins og verða fleiri á ferðinni. Það auðvitað er ekki gott upp á kolefnissporið. Allt hangir þetta saman,“ segir hann. 

Skylt efni: Framsýn | Pósturinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...