Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plastmengun alls staðar
Fréttir 24. ágúst 2023

Plastmengun alls staðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Örplast finnst í allri fæðukeðjunni og safnast fyrir í vefjum lífvera.

Þótt reynt sé að stemma stigu við plastframleiðslu og efla endurvinnslu eykst framleiðsla plasts hröðum skrefum í veröldinni og aðeins lítið brot úrgangsplasts er endurunnið. Plastmengunar verður nú alls staðar vart á jörðinni. Við borðum ofursmáar plastagnir og öndum þeim að okkur.

„Menn verða fyrir langvarandi útsetningu á nanóplasti í lágum styrk, nánast allt lífið,“ segir Sophie Jensen, verkefnastjóri á sviði lífefna hjá MATÍS. Ekki sé raunverulega vitað hversu skaðlegt örplast sé heilsu manna. „Við vitum að plast er að valda dýralífi óbætanlegum skaða, en vísindamenn eru aðeins byrjaðir að skoða hvað það gerir heilsu manna.

Nanóplast er erfitt að greina miðað við örplast og rannsóknir hafa ekki kannað að fullu skaðleg heilsufarsáhrif nanóplasts. Niðurstöður benda til þess að nanóplast geti farið yfir verndandi lífhimnur í líkamanum og þannig komist í blóðrásina, fylgju, safnast fyrir í heila og hugsanlega haft skaðleg áhrif á fólk,“segir hún.

– Sjá nánar á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: örplast

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...