Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Passíusálmar sr. Hallgríms
Mynd / Hilmar Þorsteinsson
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Flutningur sálmanna á sér áratuga venju sem rekja má til fyrsta flutnings Eyvindar Erlendssonar leikara á verkinu í heild sinni árið 1988. Í ár ber föstudaginn langa upp á 29. mars og flutningurinn hefst klukkan 13.00 í Hallgrímskirkju og er áætlað að honum ljúki um kl. 18.30.

Í fréttatilkynningu segir að Passíusálmarnir séu dramatískt, trúarlegt verk, samið af sjaldgæfri leikni og valdi á viðfangsefninu á hátindi skáldferils Hallgríms Péturssonar. Þeir hafi fljótt orðið eitt helsta íhugunar- og huggunarrit íslensku þjóðarinnar og haldi ótrúlega vel gildi sínu á því sviði. Því þyrpist hlustendur ár hvert til að hlýða á sálmana í Hallgrímskirkju, sem og í aðrar þær kirkjur sem bjóði upp á flutning verksins. Flytjendur að þessu sinni verða fimm: Einar Örn Thorlacius, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, sem hefur umsjón með flutningnum.

Árið 2024 er þess minnst að 350 ár eru liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, 27. október 1674. Af því tilefni er ýmislegt á dagskrá í Hallgrímskirkju og víðar til þess að heiðra minningu skáldsins. Passíusálmalesturinn verður því að þessu sinni skreyttur söng milli þátta verksins, m.a. í útsetningum Smára Ólasonar tónlistarfræðings. Stjórnendur verða Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar, og Steinar Logi Helgason kórstjóri.

Umsjónarmaður með flutningnum, Steinunn Jóhannesdóttir, er rithöfundur, leikkona og leikstjóri. Hún hefur oft áður stjórnað flutningi Passíusálmanna, bæði í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...