Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Óásættanlegur frágangur ef þarf að nauðhemla er of algeng sjón í umferðinni þar sem kerrur eru.
Óásættanlegur frágangur ef þarf að nauðhemla er of algeng sjón í umferðinni þar sem kerrur eru.
Fréttir 23. júní 2017

Óskráðar kerrur og vagnar

Nú eru margir bændur komnir í heyskap og þurfa að aka heyrúllum sínum heim á vagni. Flestir heyvagnar eru óskráðir og margir án bremsubúnaðar og ljósa. 
 
Með tilvísan til dóms við Héraðsdóm Suðurlands frá 1. nóvember síðastliðinn var maður dæmdur fyrir að vera á dráttarvél með óskráðan vagn yfirhlaðinn og bremsulausan. Samkvæmt lögum má óskráður vagn eða kerra aldrei vera þyngri en 750 kg en í áðurnefndum dómi var heildarþyngd vagns 11.650 kg. Því var áðurnefndur vagn 1.553,3% yfir leyfilegri þyngd. Af þessum sökum vil ég benda mönnum á að kynna sér hvað má og má ekki hjá sínum sýslumanni til að forðast óþarfa sektir og óþægindi. 
 
Hvað má sýslumaður leyfa?
 
Eflaust er það mat hvers sýslumanns hvað hann má leyfa og ekki, en þess eru dæmi að menn þurfi að flytja heyrúllur um langan veg og veit ég dæmi um bónda sem þarf að fara um 60 km vegalengd og yfir tvær heiðar að fara á vestfirskum þjóðvegum. Það er kannski spurning um að fá skriflegt leyfi fyrir svona flutningum með óskráðan vagn, en þess eru dæmi að sýslumenn hafi gefið út ökuskírteini til að aka innan sýslu manni sem hefur verið sviptur ökuréttindum. Svoleiðis ökuleyfisbréf hef ég séð einu sinni, að vísu frá 1958, sem gefið var út handa starfsmanni ónefnds ríkisfyrirtækis í Þingeyjarsýslu.
Lausn á óskráðum vögnum, „vagnavandamálið“ ætti að vera auðveld að leysa
 
Persónulega tel ég að það ætti að vera auðvelt að leysa vandamál vegna óskráðra vagna. Í Sviss er sá sem á marga bíla bara með eitt sett af númeraplötum sem hann fer með á milli bíla og má hann einn aka á því númeri. Ef hvert bændabýli fengi eina númeraplötu (sér lit svipaða og bílaumboð hafa til að keyra nýja bíla til umboðs og í skráningu). Númerið er skráð á býlið og er ætluð aftan á það sem hengt er aftan í dráttarvélar s.s. vagna, rúlluvélar eða annað sem þarf að draga sem tengist býlinu. Einföld lausn sem ætti að vera lítið mál að framkvæma.
 
Smá reynslusaga um kerrur
 
Kerra sem hengd er aftan í bíl og er hlaðin mikið og vitlaust getur auðveldlega sett bílinn út af vegi eða velt bílnum. Þegar búið er að tengja bíl við hlaðna kerru og bíllinn fer niður eða upp um meira en fimm sentímetra er hætta á ferðinni.
 
Þegar fjöðrun bílsins er orðin svona skekkt er hætta á að kerran byrji að sveifla bílnum til og frá og getur auðveldlega hent bílnum út af veginum, yfir á næstu akrein í veg fyrir umferð sem kemur á móti. Í verstu tilfellum hefur þetta sett bíla á hvolf.
 
Til að forðast þetta þarf að passa að kerran sé rétt hlaðin, hraði ekki of mikill og mikið atriði er að loft í hjólbörðum á bíl og kerru sé rétt.
 
Byrji bíll að rugga vegna kerruþunga þarf að passa upp á að bremsa ekki of skarpt, hægja á rólega og passa upp á að halda hraða undir þeim hraða sem kerra byrjar hliðarruggið.
 
Að lokum; leggið aldrei af stað með kerru öðruvísi en að passa að farmurinn fari ekki af stað ef þú þarft að nauðhemla. Slæmur frágangur farms á kerrum er helsta ástæða tjóns og slysa þegar um kerrudrátt er að ræða.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...