Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Öryggi þjóðar
Skoðun 23. október 2020

Öryggi þjóðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þrátt fyrir nær látlausar umræður árum og áratugum saman og mjög ákveðnar áherslur stofnana Sameinuðu þjóðanna þá eru enn öfl á Íslandi sem gera lítið úr hugtakinu fæðuöryggi og hvaða þýðingu það hafi fyrir hverja einustu þjóð á jörðinni. Láta þá sumir eins og fæðuöryggi sé eitthvert grín eða dæmi um sérhagsmunagæslu íslenskra bænda. 

Hjá Sameinuðu þjóðunum velkist enginn í vafa um þýðinguna. Enda eru þessi samtök þjóða, sem stofnuð voru 1945, beinlínis mynduð til að koma í veg fyrir að þjóðir heims lendi aftur í viðlíka hörmungum og þá nýafstaðin heimsstyrjöld hafði leitt yfir heimsbyggðina. Stofnsamningur SÞ sem undirritaður var 26. júní 1945 tók  formlega gildi þann 24. október sama ár og eiga þessi samtök því 75 ár afmæli á laugardaginn. 

Heimsstyrjöldin olli fæðuskorti víða um lönd þar sem matvælaframleiðsla lagðist víða af vegna átakanna. Íslendingar urðu þessa áþreifanlega varir, en þó að verulegu leyti á jákvæðan hátt. Þar sem Bretar gátu ekki lengur stundað fiskveiðar og sumpart landbúnað vegna stríðs-átaka eins og áður, urðu þeir að treysta á matvælainnflutning frá öðrum þjóðum. Þar komu Íslendingar sterkt inn og vegna þessa varð mikil uppbygging í sjávarútvegi hér á landi og mikið flutt út af fiski til Bretlands. Einnig landbúnaðarafurðum. Sá útflutningur kostaði reyndar fjölda íslenskra sjómanna lífið. 

Stríðið kenndi þjóðum heims að í slíkum hörmungum er fátt mikilvægara en að geta verið sjálfum sér nógur um matvæli. Frá stríðslokum hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna veitt aðstoð og ráðgjöf um allan heim, á átakasvæðum og ekki síður þar sem náttúruhamfarir hafa riðið yfir. Sú reynsla hefur kennt fólki sem starfar fyrir SÞ að ekkert er mikilvægara í hörmungaraðstæðum en aðgengi að mat og vatni. Einnig að ekkert er mikilvægara þegar innviðir eins og samgöngukerfi laskast, en að fólk geti bjargað sér með lífsnauðsynjar í sínu nærumhverfi. 

Íslendingar lifa flestir við mikla velmegun í dag og þeim Íslendingum fækkar óðum sem þekktu þá tíma er Íslendingar voru að krafla sig upp úr þeirri eymdarstöðu að vera ein fátækasta þjóð Evrópu. Mikil velmegun getur verið hættuleg ef menn kunna ekki með hana að fara. Hún getur valdið því að fólk ofmetnast, verður værukært og kastar fyrir róða nauðsynlegri þekkingu sem er m.a. undirstaðan að því fæðuöryggi sem Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á. Athafnamenn í góðærissamfélagi verða því að passa sig á að troða ekki niður í ásælni sinni eftir meiri gróða, þá krafta sem geta haldið í þjóðinni lífinu ef í harðbakkann slær. 

Íslendingar ættu ekki að þurfa að láta segja sér þetta tvisvar, nýbúnir að upplifa þokkalega stóra jarðskjálfta á Reykjanesskaganum. Jarðskjálftar eru ekki alltaf grín og við skulum ekki heldur ganga út frá því sem gefnum hlut að öll eldgos í framtíðinni verði lítil sæt „túristagos“ sem færi okkur ferðamenn í milljóna tali.  Við skulum minnast þess að í ekki svo fjarlægri fortíð (1783-1785) varð hér eldgos sem ölli gríðarlegu manntjóni, ekki bara á Íslandi heldur víða um Evrópu og allt suður til Afríku og jafnvel víðar. Uppskerubrestur varð víða vegna eldgossins og mikið hungur og mannfall. Þá bjargaðist það sem eftir var af þessari þjóð meðal annars á þeim matarkistum sem finna mátti við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Án þess fæðuöryggis sem þar var að finna má leiða líkum að því að Íslendingar sem sérstök þjóð væri sennilega ekki til í dag. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...