Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Mynd / Hulda Brynjólfsdóttir.
Líf og starf 16. mars 2018

Opið hús í Uppspuna helgina 17. og 18. mars

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hjónin Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir, sem reka fyrirtækið Uppspuna í Lækjartúni í Ásahreppi, hafa ákveðið að vera með opið hús laugardaginn 17. mars frá kl. 13.00 og 11.00 til 16.00 á sunnudeginum 18. mars. 
 
Þar ætla þau að kynna nýju smáspunaverksmiðjuna sína, allir eru velkomnir. Í Uppspuna er verið að framleiða band, æfa ýmsar útfærslur, prófa sig áfram, læra nýja hluti og þróa vörur. „Æfingarnar hafa skilað það góðu að við erum komin með fjórar tegundir af garni í sölu. Við höfum líka komist að því að hægt er að vinna 100% hreina ull í vélunum og garnið er heldur mýkra en hingað til hefur þekkst. 
 
Í samstæðunni er vél sem skilur að tog og þel og gefur það marga nýja möguleika. Markmið okkar er að vinna með sauðalitina eins og þeir koma af kindinni og eykur það fjölbreytnina, því mjög margir litir leynast í íslenska fjárstofninum,“ segir Hulda, sem hvetur fólk til að koma og sjá vélarnar og sjá hvað þær geta gert en þær voru keyptar  í Kanada hjá fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir ullarvinnsluvélar fyrir lítil fyrirtæki og kalla þær „Mini Mill“. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f