Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Fréttir 11. febrúar 2015

Opið hús á Hvanneyrargötu

Það sveif góður andi yfir vötnum síðastliðinn fimmtudag, þann 22. janúar, þegar fyrirtæki og stofnanir í húsinu að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri buðu í opið hús. 
 
Húsið, sem tekið var í notkun 2003, hýsir Búnaðarsamtök Vestur­lands, Framleiðnisjóð land­búnaðarins, Héraðs­setur land­græðslunnar, Matvæla­stofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skorradalshrepp og Vesturlandsskóga. Milli 20–25 starfsmenn hafa aðstöðu á Hvanneyrargötu 3 þar sem einnig er töluvert um laus rými til leigu. Það gæti því verið vænlegur kostur fyrir aðila sem er að leita að aðstöðu fyrir starfsemi af ýmsu tagi að skoða hvað er í boði í húsinu. Hvanneyrargata 3 er í eigu Borgarlands og Búnaðarsamtaka Vesturlands. Mjög góð aðstaða er í húsinu, það er á þremur hæðum og lyfta milli hæða. Í húsinu er fundarsalur með góðum búnaði og kaffistofa. Staðsetning er miðsvæðis á Vesturlandi og stutt í ýmsa þjónustu. Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá opnu húsi á Hvanneyri.

10 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...