Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óðinshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana sem verpa á Íslandi. Óðinshani sést oftast á sundi, hann liggur fremur hátt á vatninu og er mjög kvikur. Hann spólar og hringsnýst á vatninu og rótar þannig upp fæðu. Hann dýfir gogginum síðan ótt og títt ofan í vatnið til að tína upp rykmý, brunnklukkur og smákrabbadýr. Óðinshanar eru að öllu leyti farfuglar og koma iðulega seinastir af farfuglum og hafa því skamma viðdvöl á Íslandi. Óðinshanar fara að tínast til landsins seinni hlutann í maí og síðan eru þeir að mestu farnir í lok ágúst. Það eru ekki nema tæp tíu ár síðan menn fundu út hvar íslenskir óðinshanar dvelja á veturna. Það var 2015 sem tókst að endurheimta óðinshana sem hafði verið merktur með litlum dægurrita. Þá kom í ljós að íslenskir óðinshanar leggja á sig meiri háttar ferðalag. Þessi litli fugl, sem vegur aðeins 40 grömm, hafði ferðast um austurströnd Norður-Ameríku, yfir Karíbahafið, yfir Mið-Ameríku og síðan yfir í Kyrrahafið þar sem hann dvaldi úti fyrir Perú. Þar er mikla fæðu að finna en þetta er langt ferðalag fyrir þennan litla fugl sem kemur til Íslands til þess eins að koma upp ungum og fara strax aftur.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f