Mýrkol er nýjung tengd endurheimt votlendis.
Mýrkol er nýjung tengd endurheimt votlendis.
Mynd / Bbl
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Verkefnið Mýrkol hefur verið kynnt sem nýtt íslenskt kerfi fyrir endurheimt votlendis í tengslum við kolefnismarkaði. Það er þróað af Landi og skógi í samstarfi við International Carbon Registry (ICR) og alþjóðlega sérfræðinga. Mýrkol er sagt marka tímamót í loftslagsaðgerðum Íslands og er hannað til að tryggja að endurheimt votlendis skili mælanlegum árangri og standist alþjóðlegar gæðakröfur.

Markmið og kröfusett verkefnisins

Undirbúningur Mýrkols hófst snemma árs 2024 með mótun aðferðafræði sem byggir á ISO 14064-2 stöðlum um mælingu og vottun losunar og kolefnisbindingar. Drög voru sett í opinbert samráð í febrúar 2025 og lauk því í mars.

Nú er aðferðafræðin á lokastigi staðfestingar hjá óháðum vottunaraðila. Vonir standa til að verkefnið fari í gegnum vottun síðla árs 2026, í samstarfi við YGG Carbon.

Mýrkol miðar að því að draga úr losun frá framræstu votlendi, einni stærstu uppsprettu koltvísýrings á Íslandi. Það á að tryggja vottun og gæði kolefniseininga með stöðluðum aðferðum og gagnsæi og enn fremur að stuðla að nýjum tekjumöguleikum fyrir landeigendur með sölu vottaðra kolefniseininga.

Gæði og gagnsæi í kolefnisbindingu

Kröfusett verkefnisins byggir á alþjóðlegum stöðlum og felur í sér vísindalega eftirfylgni með vatnsstöðu. Skráning á að vera skýr sem og birting gagna, til að tryggja gagnsæi. Vottun þriðja aðila fer fram áður en kolefniseiningar fara á markað. Þetta á að tryggja að endurheimt votlendis sé framkvæmd í sátt við náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni.

Aðferðafræðin er sögð taka mið af breytileika í ástandi votlendis og notar íslenska vistgerðaflokkun sem byggir á EUNIS-kerfinu til að meta áhrif endurheimtar á losun. Verkefnið er hluti af íslenskri loftslagsáætlun og er ætlað að styðja við skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...