Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nýja fjósið í Hólabæ í Langadal, sem stendur við þjóðveg 1 og er allt hið glæsilegasta.
Nýja fjósið í Hólabæ í Langadal, sem stendur við þjóðveg 1 og er allt hið glæsilegasta.
Líf og starf 13. desember 2024

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenni mætti í opið fjós á bænum Hólabæ í Langadal laugardaginn 23. nóvember.

Á Hólabæ búa Auður Ingimundardóttir og Rúnar Aðalbjörn Pétursson, sem er uppalinn í Hólabæ, ásamt börnum sínum, Pétri Inga, sex ára og Lilju Björgu, tveggja ára.

Á bænum er rekið blandað bú með kýr og kindur en árskýrnar eru 38 og kindurnar um 400 talsins. Hólabær stendur við þjóðveg 1 í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Jörðin er um 2.300 hektarar. Nýja fjósið er 780 fermetrar að stærð með 56 legubásum.

„Við erum mjög ánægð að hafa tekið slaginn  og farið í þetta stóra verkefni og erum stolt af því  hvernig hefur tekist til og hlökkum mikið til að flytja kýrnar inn í fjósið. Svona verkefni er þó erfitt  að ráðast í nema að hafa gott fólk í kringum sig og erum við einstaklega rík af frábæru fólki í kringum okkur sem hefur veitt okkur ómetanlegan stuðning og aðstoð í þessu öllu saman og erum við þeim óendanlega þakklát.“

Auður segir að þau Rúnar ætli sér að auka  mjólkurframleiðsluna á næstu árum ásamt því að  halda áfram í sauðfjárrækt. Markmiðið sé alltaf að gera betur í dag en í gær. „Að vera kúabóndi í dag og bara bóndi almennt er krefjandi og koma stöðugt nýjar og krefjandi áskoranir. . Við reynum þó að horfa  björtum augum á framtíðina og vonum að ráðamenn  geti tryggt bændum öruggt starfsumhverfi til að við getum tryggt Íslendingum innlend matvæli,“ segir Auður.

Auður er fædd og uppalin á Selfossi en flutti norður vorið 2017 eftir útskrift úr búvísindum á Hvanneyri. Auk þess að sinna búinu starfar Auður  einnig sem ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Fjölskyldan í Hólabæ. Lilja Björg Rúnarsdóttir, Auður Ingimundardóttir, Pétur Ingi Rúnarsson og Rúnar Aðalbjörn Pétursson.

Jóhanna Helga Halldórsdóttir og Brynjar Óli Brynjólfsson á Brandsstöðum og Páll Þórðarson á Sauðanesi dáðust að kraftinum í ungu hjónunum í Hólabæ.

Spekingarnir Hjálmar Björn Guðmundsson, starfsmaður Líflands, og Brynjólfur Friðriksson á Brandsstöðum virða nýja fjósið fyrir sér.

Pétur Pétursson og Þorbjörg Bjarnadóttir, fyrrum ábúendur í Hólabæ, með Sigþrúði Friðriksdóttur, Bergsstöðum, á milli sín.

Ásgerður Pálsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Sigurður Örn Ágústsson frá bænum Geitaskarði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...