Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halldór Þorgeirsson.
Halldór Þorgeirsson.
Fréttir 4. júní 2024

Nýtt loftslagsráð tekur til starfa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýtt loftslagsráð hefur verið skipað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Loftslagsráð er nú skipað níu fulltrúum sem hafa reynslu og þekkingu af loftslagsmálum og hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Halldór Þorgeirsson, fyrrum yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), er áfram skipaður formaður ráðsins og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður.

Auk þeirra sitja í ráðinu Halldór Björnsson loftslagsfræðingur, Helga J. Bjarnadóttir sviðsstjóri hjá Eflu, Stefán Þ. Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, Auður A. Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, Bjarni M. Magnússon prófessor, Bjarni D. Sigurðsson prófessor og Þorgerður M. Þorbjarnardóttir jarðfræðingur. Varamenn eru Helga Ögmundardóttir dósent og Ingibjörg S. Jónsdóttir prófessor. Í ráðinu eiga einnig sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskóla- samfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka, auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi þar sæti.

Loftslagsráð var fyrst sett á fót á grundvelli þingsályktunar 2018 og aftur 2019 í kjölfar breytinga á lögum um loftslagsmál.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að hlutverk loftslagsráðs skuli tekið til endurskoðunar, með aukinni áherslu á ráðgefandi hlutverk og vísindastarf, auk aðhalds- og eftirlitshlutverks gagnvart stjórnvöldum. Þeirri endurskoðun er nú lokið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f