Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Höfuðstöðvar Matís í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Matís í Reykjavík.
Mynd / Bbl
Fréttir 24. september 2019

Nýr stjórnarformaður Matís ohf.

Höfundur: smh

Hákon Stefánsson er nýr stjórnarformaður Matís ohf. Aðalfundur félagsins var haldinn í dag þriðjudaginn 24. september, eftir að hafa tvívegis verið frestað þrátt fyrir að í samþykktum félagsins sé kveðið á um að hann sé haldinn fyrir lok júní ár hvert. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nýja stjórn fyrir félagið sem er opinbert hlutafélag og alfarið í eigu íslenska ríkisins.

Ný stjórn verður áfram skipuð þeim  Arnari Árnasyni, Drífu Kristínu Sigurðardóttur, Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur, Sigmundi Einari Ófeigssyni, Sigrúnu Traustadóttur og Sindra Sigurðssyni. Hákon kemur nýr inn í stjórn í stað Sjafnar Sigurgísladóttur, fráfarandi stjórnarformanns. Hákon er lögmaður og stjórnarformaður Creditinfo.

Á aðalfundinum kom fram að tæplega 37 milljón króna tap var á rekstri félagsins á síðasta ári. 

Staða forstjóra félagsins var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfresturinn út í gær mánudag. Starfandi forstjóri er Oddur Már Gunnarsson sem tók við stöðunni þegar Sveini Margeirssyni var sagt upp störfum í byrjun desember á síðasta ári.

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla og líftækni í þágu atvinnulífsins, matvælaöryggis og lýðheilsu; þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu.

Skylt efni: Matís

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...