Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýr sparneytinn Honda HR-V
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 9. maí 2022

Nýr sparneytinn Honda HR-V

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Fyrir nokkru síðan frumsýndi Askja nýjan Honda HR-V Hybrid-bíl, sjálfskiptan, framhjóladrifinn með 1.498 cc. bensínvél + rafmagn sem á að skila samanlagt yfir 130 hestöflum. Ég tók bílinn í prufuakstur fyrir nokkru síðan og var nokkuð sáttur fyrir utan nokkur atriði.

Þægilegur í akstri og rúmgóður

Að keyra bílinn er þægilegt fyrir utan eitt atriði, en aldrei áður hef ég kvartað undan gólfmottum í bíl. Af þessum gólfmottum var ég ekki hrifinn. Motturnar eru svo hálar að í beygjum og þegar ekið er í holur rennur hællinn til á fætinum sem er á gjöfinni og hvílir á mottunni til hliðar, en mér fannst þetta ekki boðlegt. Annaðhvort var þetta efnið í mottunum eða eitthvert efni sem á þær var sett sem ekki var að virka, en allavega er þetta í fyrsta sinn sem ég gef gólfmottum í bíl falleinkunn.

Eins og alla bíla sem ég prófa var byrjað á að hávaðamæla bílinn á 90 km hraða og mælingin kom vel út því hávaðinn inni í bílnum mældist ekki nema 69,5db. þrátt fyrir gróf vetrardekk og töluverða rigningu (Gæti vel trúað að mælingin í þurru á sumardekkjum væri nálægt 66-67db.).

Finnst alltaf flott að sjá afturljós sem eru þvert yfir bíl.

Þrjár mismunandi akstursstillingar

Hægt er að velja um þrjár mismunandi akstursstillingar, Sport, Normal og Econ og eyðslan er mismunandi eftir því á hvaða stillingu maður setur. Vissulega fannst mér skemmtilegast að keyra bílinn í Sport-stillingunni, en við mælingu á minni eldsneytiseyðslu var hún þá um 7,6 lítrar á hundraðið. Þegar ég keyrði í Econ-stillingunni var tölvan að segja mig eyða 4,6 lítrum á hundraðið, en mér fannst bíllinn fulllatur og viðbragðið ekki spennandi á Econ-stillingunni. Uppgefin eyðsla í sölubæklingi er 5,4 í blönduðum akstri á Honda HR-V. Á erlendum vefsíðum er uppgefin meðaleyðsla enn minni, en lægsta uppgefin eyðsla sem ég fann er 4,2 á hundraðið í blönduðum akstri. Allavega fannst mér aksturstölvan segja mig eyða óeðlilega litlu miðað við mitt aksturslag.

Fer vel um 2 aftursætisfarþega, en lítið spennandi að sitja í miðjunni.

Prufuaksturinn var nálægt 200 km

Fyrst ók ég í langkeyrslu og fannst þægilegt að keyra bílinn, sætin góð og rými mikið.

Næst var það malarkeyrslan, en þar var aðeins malarhljóð undir bílnum sem var að trufla, fjöðrunarkerfið virkar fínt, en það sem var að trufla mest á mölinni er lágur prófíll hjólbarðanna sem var ekki að gera mikið fyrir fjöðrunina (225/50/18 er ekki skemmtileg dekkjastærð fyrir malarvegaakstur).

Á mikið skemmdum malbikuðum götum Reykjavíkur eru bæði dekk og felgur í hættu og hreinlega spurning um hvort ekki væri hægt að minnka felgurnar fyrir annars slæmt vegakerfi sem við búum við.

Best er að hafa þennan takka alltaf svona og slökkva aldrei, þá er maður alltaf löglegur í umferðinni.

Gott verð og mikið af öryggisbúnaði og aukaþægindum

Verðið á Honda HR-V er gott, eða frá 5.390.000 (Elegance) upp í 6.190.000 (Advance Style), en bíllinn sem var prófaður kostar 5.790.000 og heitir Honda HR-V Advance.
Óneitanlega er þægilegt að vera með hita í stýrinu (finnst að það ætti að vera í öllum bílum). Bíllinn skiptir sjálfvirkt upp og niður háu ljósunum úti á vegi, nálgunarvarar eru bæði að framan og aftan, blindhornsvari á hliðum og gefur viðvörunarljós í hliðarspegli. Akreinalesari er í bílnum, árekstrar­vörn, RDM rásvörn.

Fjórir síðustu túrar og eyðslan í hverjum þeirra á mismunandi akstursstillingum.

Kostir og gallar

Kostirnir eru; gott verð, 5 ára ábyrgð, þægilegur og rúmgóður bæði fyrir farþega og farangur.

Mjög mikið af aukabúnaði er í boði á þennan bíl (Honda hefur alltaf boðið upp á mikið af aukahlutum í flesta sína bíla).

Ókostir eru ekki margir, en ég hefði viljað hafa varadekk sem mér finnst sárlega vanta. Bíllinn er að vísu með dekkjaviðgerðarsett sem ekki allir kunna og hafa þekkingu til að nota.

Gólfmotturnar fram í bíl of hálar. Bíllinn er ekki gefinn upp með neina dráttargetu. Samkvæmt því er ekki hægt að nota hann til að draga kerru og hjólhýsi.

Svolítill sóði upp á hliðar en minni að aftan.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd 1.380 kg
Hæð 1.582 mm
Breidd 1.790mm
Lengd 4.340 mm

Fín mæling á vetrardekkjum og í rigningu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...