Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hollenski ráðunautur RML, Cornelis Aart Meijles, er væntanlegur til landsins í mars/apríl nk. Hann mun halda kynningar víða um landið um nýjar leiðir til nýtingar á lífrænum úrgangi sem helst í hendur við nýja sýn í hugmyndafræði um næringu plantna og nytjajurta. Má þar nefna bokashi-aðferðina, gerð og nýtingu ormamoltu (e. Vermiculture), lífkolagerð o.fl.
Hollenski ráðunautur RML, Cornelis Aart Meijles, er væntanlegur til landsins í mars/apríl nk. Hann mun halda kynningar víða um landið um nýjar leiðir til nýtingar á lífrænum úrgangi sem helst í hendur við nýja sýn í hugmyndafræði um næringu plantna og nytjajurta. Má þar nefna bokashi-aðferðina, gerð og nýtingu ormamoltu (e. Vermiculture), lífkolagerð o.fl.
Á faglegum nótum 14. mars 2022

Nýjar aðferðir til nýtingar á lífrænum úrgangi við ræktun

Höfundur: RML

Það er orðið áhyggjuefni hjá mörgum að áburðarverð er á hraðri uppleið og það sér ekki fyrir endann á verðhækkunum. Brýnt er að finna nýjar leiðir til að nýta sem best næringarefni og þá sérstaklega þau sem til falla í landinu.

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi – hjá bændum, fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum. Mikill samfélagslegur kostnaður er fólginn í söfnun, flutningi og meðhöndlun á úrgangi og að jafnaði er ávinningurinn lítill. Árið 2023 verður bannað að urða lífrænan úrgang á Íslandi. Finna þarf því nýjan farveg fyrir úrganginn. Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda þarf að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, sem kallar m.a. á hagkvæmari og betri nýtingu lífræns áburðar til mótvægis við minni notkun á tilbúnum áburði.

Bokashi-aðferðin

Gerjun á lífrænum úrgangi – bokashi-gerð – gæti verið heppileg og hagkvæm leið til að nýta þessa auðlind og orkuna í henni til jarðvegsnæringar eða annarra nytja. Með virku samstarfi sveitarfélaga og bænda má loka hringrás lífrænna (úrgangs)efna og spara almannafé, auka nýtni næringarefna og draga úr notkun á tilbúnum áburði.  

Í loftfirrtri gerjun 

Bokashi-aðferðin, sem nefna má hauggerjun á góðri íslensku, er einfaldari og ódýrari en aðrar meðhöndlunarleiðir fyrir lífrænan úrgang. Aðferðin felst í að gerja lífræna (úrgangs)massann í 6-8 vikur við loftfirrtar aðstæður og koma þannig í veg fyrir að úrgangsefni byrji að rotna. Úr verður úrvals jarðvegsbætir og sannkallaður veislumatur fyrir jarðvegslífið.

Ferlið er lyktarlaust og miðar m.a. að því að eyða skaðlegum örverum og illgresisfræi í úrganginum og draga úr ásókn meindýra. Næringarefni og kolefni varðveitast mun betur með þessari aðferð en með öðrum aðferðum og því verður endurnýting á lífrænum verðmætum betri en ella. Bokashi-aðferðin er víða að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum, bæði í smáum stíl inni á heimilum, en einnig er verið að útfæra hana á stærri skala á bóndabýlum sem og á vegum fyrirtækja og sveitarfélaga.

Bokashi-aðferðin gæti hentað íslenskum aðstæðum mjög vel, enda fer ferlið fram undir plasti, varið fyrir veðri og vindum og má geyma efnið þar þangað til það á að notast. Hauggerjun krefst ekki sérhæfðs tækjabúnaðar, þarfnast lítillar vinnu og væri hægt að setja upp víðast hvar á landinu.

Í loftfirrtri gerjun varðveitist nærri allt kolefni og nitur í haugnum, en í loftaðri jarðgerð tapast um helmingur kolefnisins svo sem koltvísýringur og metan, en um 10-20% nitursins rýkur sem nituroxið.

Afurðina má nýta til áburðargjafar og jarðvegsbóta, eða nýta til annarrar vinnslu, t.d. svepparæktar. Þessi aðferð gæti nýst býlum og byggðarkjörnum og orðið ódýrari lausn við endurnýtingu lífræns úrgangs, einkum þar sem flutningsleiðir eru langar í næstu móttökustöð. Við hauggerjun má nota flest lífræn inngangsefni, s.s. garðaúrgang, uppskeruleifar, heyfyrningar, hálm, búfjáráburð, nýslegið gras og jafnvel matarleifar svo eitthvað sé nefnt.

Hauggerjun getur jafnframt dregið úr tapi áburðarefna við geymslu á lífrænum búfjáráburði og aukið hagkvæmni í nýtingu hans. Þannig getur hauggerjun brúað bilið á milli þess er áburðargeymslur fyllast og þar til að hagstæðar aðstæður skapast til dreifingar. Þetta dregur þar með úr óhagkvæmni þess að dreifa (lífrænum) áburði í tíð þegar mikið af næringarefnum geta skolast burt og nýtast ekki nytjagróðri.

Við kostnaðargreiningu kemur í ljós að kostnaður vegna gerjunar með bokashi er töluvert minni en við aðrar meðhöndlunaraðferðir. Þetta getur skýrst meðal annars af því að mun lægri stofnkostnaður er við að koma upp Bokashi aðstöðu enda aðferðin frekar einföld. Rekstrarkostnaður er minni og getur það skýrst af því að færra starfsfólk og vélar þarf til þess að vinna úrganginn. Enn fremur þarf ekki húsnæði eða steypt plan enda getur vinnslan verið undir berum himni þar sem hún fer fram undir plasti. 

Kynningar víða um landið

Hollenski ráðunautur RML, Cornelis Aart Meijles, er væntanlegur til landsins í mars/apríl nk. Hann mun halda kynningar víða um landið um nýjar leiðir til nýtingar á lífrænum úrgangi sem helst í hendur við nýja sýn í hugmyndafræði um næringu plantna og nytjajurta. Má þar nefna bokashi-aðferðina, gerð og nýtingu ormamoltu (e. Vermiculture), lífkolagerð o.fl. Kynningarnar eru ætlaðar öllum þeim sem fást við ræktun og meðhöndlun á lífrænum úrgangi s.s. bændum, sveitarfélögum, stjórnsýslumönnum og öðrum sem áhuga hafa á umhverfismálum.

Jarðræktarráðunautar RML verða einnig á fyrirhuguðum fundum og munu fara yfir þætti sem tengjast m.a. notkun og nýtingu á búfjáráburði sem og öðrum lífrænum áburðarefnum.

Sjá nánar um dagskrá og skráningu á vef RML á næstu dögum. Kynningarnar fara fram á íslensku.                      

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f