Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vísindamenn að störfum.
Vísindamenn að störfum.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Fréttir 7. apríl 2022

Ný rannsókn á losun CO2 úr ræktarlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nýjar rannsóknir, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“, sem kynntar hafa verið í riti Land­búnaðarháskóla Íslands, benda til að veruleg skekkja geti verið í útreikningum á losun koltví­sýrings af landnotkun á Íslandi.

Íslensk yfirvöld hafa fullyrt að samkvæmt loftslagsbókhaldi Íslands hafi heildarlosun koltvísýringsígilda (CO2) vegna framræsts lands numið frá 8,5 til 9,5 milljónum tonna á ári. Þar hefur einnig verið fullyrt að það jafngilti frá 60 til 72% af heildarlosun Íslands á CO2.

Samkvæmt rannsóknunum, sem gerðar voru á Norðurlandi á ár­unum 2020 til 2021, þá nemur kolefnis­losunin á mismunandi stöðum frá 0,26 tonnum á hektara og upp í 1,39 tonn. Umreiknað í losun koltvísýrings samkvæmt stöðlum IPCC þýðir það frá 0,95 tonnum og upp í 5,10 tonn á hektara, eða að meðaltali 3,03 tonn á hektara, en ekki 21 til 32 tonn eins og fullyrt hefur verið af opinberum aðilum. Munurinn nemur að meðaltali 23,67 tonnum á hektara, sem gerir mögu­lega skekkju upp á 88,65%.

Að mati vísindamannanna er nauðsyn­legt að halda rannsókn­unum áfram. 

– Sjá nánar á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...