Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir, sauðfjárbændur á Koti í Svarfaðardal, hlutu sauðfjárræktarverðlaun. Með þeim á mynd er Birgir Heiðmann Arason, formaður BSE.
Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir, sauðfjárbændur á Koti í Svarfaðardal, hlutu sauðfjárræktarverðlaun. Með þeim á mynd er Birgir Heiðmann Arason, formaður BSE.
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á dögunum. Í ályktun fundarins er nýgerðum breytingum á búvöru­lögum fagnað.

Þau Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius hlutu hvatningarverðlaun BSE fyrir fádæma dugnað og myndarlega uppbyggingu á bújörðinni í Garðshorni á Þelamörk. Í umsögn segir að þau Agnar og Birna séu með óþrjótandi framkvæmdagleði, hafi bætt og breytt húsakosti jarðarinnar og vinnuaðstöðu. Í Garðshorni stunda þau hrossa- og sauðfjárrækt. Búið hefur níu sinnum verið tilnefnt sem hrossaræktunarbú ársins og hross frá bænum hlotið allmörg verðlaun. Sauðfjárræktin er enn fremur til fyrirmyndar skv. umsögn þar sem þau hafa sýnt fram á stöðugar og góðar framfarir bæði í gerð og þunga.

Sigtún hlaut nautgriparæktarverðlaun

Bændurnir á Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit, þau Kristbjörn H. Steinarsson og Aðalbjörg Þórólfsdóttir, ásamt börnum sínum og tengdadóttur, hlutu nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir góðan árangur og afurðasemi í mjólkurframleiðslu. Kristbjörn og fjölskylda tóku við Sigtúnum árið 2020 en bærinn hefur um langt árabil skilað góðum afurðum. Á síðasta ári var búið þriðja afurðahæsta bú Eyjafjarðar og kýrin Lísa undan Seið 14040 var þriðja nythæsta kýr héraðsins.

Sauðfjárræktarverðlaun búnaðarsambandsins í ár hlutu Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir á Koti í Svarfaðardal. Í umsögn segir að afurðir fjárins séu til fyrirmyndar, vaxtarhraði lamba með því mesta sem gerist og fallþunginn eftir því. Guðrún er frá Koti en Atli Þór frá Grund en þau tóku við rekstri föður Guðrúnar árið 2015.

Fögnuðu breytingum á búvörulögum

Aðalfundur BSE ályktaði um nýgerðar breytingar á búvörulögum. Í ályktuninni er lagabreytingunum fagnað. Í greinargerð með ályktuninni er bent á mikinn vinnslukostnað afurðastöðva í kjöti vegna smæðar markaðarins og takmarkaðrar nýtingar sauðfjársláturhúsa. Meiri hagræðing á grunni samvinnu sé mikilvægur þáttur til að lækka vinnslukostnað.

„Tollasamningar sem Ísland hefur gert við önnur ríki og ríkjabandalög, auk breytinga á fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á afurðaverði til bænda. Við því er nauðsynlegt að bregðast með breytingum á starfsumhverfi landbúnaðarins eins og gert var með framangreindum breytingum á búvörulögum,“ segir jafnframt í greinargerð með ályktuninni.

Aðalfundurinn var haldinn í Hlíðarbæ þann 27. mars síðastliðinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...