Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá Náttúrubarnahátíðinni á Ströndum í fyrra. Gestir prófa kajaka.
Frá Náttúrubarnahátíðinni á Ströndum í fyrra. Gestir prófa kajaka.
Mynd / Aðsendar
Menning 13. júlí 2023

Náttúrubörn á Ströndum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin helgina 14.–16. júlí á Sauðfjársetrinu í Sævangi, rétt sunnan við Hólmavík.

Á fjölskylduhátíðinni fá gestir, börn og fullorðnir tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun, að því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Hægt er að taka þátt í núvitundarævintýri, gönguferðum og útileikjum.

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir hátíðinni og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur heldur utan um viðburðinn. „Skipulagningin gengur mjög vel, við erum komin með glæsilega dagskrá, fjölbreytt og skemmtileg atriði, tónlist, spennandi smiðjur, gönguferðir og útivist. Við hefjum hátíðina alltaf á að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður fyrir helgina, enda fer hún að mestu fram utandyra á svæðinu umhverfis Sævang.“

Á hátíðinni verður meðal annars kvöldskemmtun með Gunna og Felix, Ingó Geirdal töframaður verður með töfrasýningu, Benedikt búálfur og Dídí koma í heimsókn. Haldnar verða spennandi smiðjur og stöðvar, meðal annars frá Þykjó, Náttúruminjasafni Íslands og Eldraunum. Hægt verður að fara á hestbak hjá Strandahestum og prófa kajak frá Sjóíþróttafélaginu Rán, taka þátt í núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti, gönguferðum, útileikjum, fjölskylduplokki, spurningaleik um náttúruna, hlusta á drauga- og tröllasögur, skjóta af boga og ótal margt fleira.Ókeypis er á öll atriði hátíðarinnar, en hún er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. „Öll börn eiga rétt á menningu og að læra að þekkja náttúruna. Ég hlakka mikið til, þetta er alltaf svo ótrúlega skemmtilegt og það eru svo sannarlega öll velkomin að koma og kynnast náttúrunni, leika sér saman og skapa skemmtilegar minningar,“ segir Dagrún.

Skylt efni: sumarhátíð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...