Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Mývatn Open 2014
Fréttir 20. mars 2014

Mývatn Open 2014

Hið árlega hestamót Mývatn Open – Hestar á ís var haldið síðustu helgi. Mótið hófst á föstudag með hópreiðtúr þar sem riðið var út á frosið Mývatn að Hrútey. Þar bauð Sel Hótel Mývatn knöpum upp á samlokur og heitt kakó. Veðrið lék við gesti og góð mæting var í hópreiðina en það voru um 50 manns sem tóku þátt. 
 
Mótið sjálft var haldið á laugardag. Keppt var í A og B tölti og síðan var endað á að keppa í góðhestakeppni. Um kvöldið var blásið til hestamannahófs með matarveislu að hætti kokksins og síðar um kvöldið hélt Kiddi Halldórs uppi skemmtilegri kráarstemmningu. Þjálfi og Sel Hótel Mývatn þakka keppendum, áhorfendum og gestum fyrir komuna og minna á að næsta Mývatn Open verður haldið 14. mars 2015. 
 
Úrslitin voru eftirfarandi:
 
Tölt B
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Galdur frá Akureyri 6,37
  2. Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 5,96
  3. Guðmar Freyr Magnússon, Frami frá Íbishóli 5,67
  4. Egill Már Vignisson, Aron frá Skriðulandi 5,57
  5. Nicola Berger, Saxi frá Sauðanesi 5,27
 
Tölt A 
  1. Guðmundur Karl Tryggvason, Rósalín frá Efri-Rauðalæk 7,23
  2. Erlingur Ingvarsson, Flugar frá Króksstöðum 6,8
  3. Einar Víðir Einarsson, Líf frá Kotströnd 6,6
  4. Magnús Bragi Magnússon, Gormur frá Garðakoti 6,57
  5. Sandra Marín, Stikla frá Efri-Mýrum 6,2
 
 
Góðhestakeppni
 
     1.     Björgvin Daði Sverrisson, Aþena frá Akureyri 8,58
     2-3. Guðmundur Karl Guðmunds­son, Rún frá Reynistað 8,52
     2-3. Úlfhildur Ída Helgadóttir, Jörvi frá Húsavík 8,52
     4.     Erlingur Ingvarsson, Pan frá Breiðstöðum 8,38 5.
     5.     Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 8,28.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...