Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Mynd / Icelandic Startups
Fréttir 3. nóvember 2021

MS og Ísey nýir bakhjarlar Til sjávar og sveita

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan og Ísey útflutningur koma inn sem nýir bakhjarlar viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita sem fer af stað þann 15. nóvember. Samkaup er þar fyrir, sem styður við verkefnið annað árið í röð.

Icelandic Startups hafa stýrt verkefninu seinustu tvö ár í góðu samstarfi við Sjávarklasann, Landbúnaðarklasann og Matís og hafa á þeim tíma 19 sprotafyrirtæki farið í gegnum þennan fjögurra vikna hraðal.

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að starfsfólk hraðalsins sé spennt yfir hinum nýju bakhjörlum. „Þau koma ekki bara inn með fjármagn heldur koma þau inn með öflugt fólk og mikla reynslu. Þeirra þátttaka mun styrkja verkefnið enn frekar.“

Markaðsáhersla fyrir lengra komnar vörur

Að sögn Soffíu er þetta árið lögð áhersla á fyrirtæki sem eru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun og hyggjast sækja á markað, auka markaðssókn innanland eða til útlanda.

Ari Edwald, forstjóri Ísey, segir af þessu tilefni að mikilvægt sé fyrir MS og Ísey að styðja við matarfrumkvöðla á þeirra vegferð til markaðssóknar.  „MS og Ísey er mikið kappsmál að styðja við frumkvöðlastarfsemi og sprotafyrirtæki og það hefur verið markmið MS með aðild að Landbúnaðarklasanum á undanförnum árum.

Það eru mikil tækifæri til að skapa meiri verðmæti í matvælaiðnaði og víðar úr innlendum hráefnum og nýjum lausnum varðandi tækni og umhverfismál. Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ hefur sýnt að hann er gagnlegur til að laða fram hugmyndir og hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að ná árangri.“

Skylt efni: Til sjávar og sveita

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...