Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Starfsfólk MS á Selfossi sem fékk starfsaldursviðurkenningar sínar í kaffisamsæti 20. desember. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Ingi, Kristinn Scheving, Jón Guðlaugsson, Ágúst Þór Jónsson, rekstrarstjóri MS Selfossi, Guðrún Arna, Sigþór, Miroslav, Charlotte og Ólafur.
Starfsfólk MS á Selfossi sem fékk starfsaldursviðurkenningar sínar í kaffisamsæti 20. desember. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Ingi, Kristinn Scheving, Jón Guðlaugsson, Ágúst Þór Jónsson, rekstrarstjóri MS Selfossi, Guðrún Arna, Sigþór, Miroslav, Charlotte og Ólafur.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyrir farsæl og góð störf í þágu mjólkurvinnslunnar.

Ólafur Einarsson með Ágústi Þór Jónssyni, rekstrarstjóra MS Selfossi.

Sigþór Magnússon, Guðrún Arna Sigurðardóttir, Jón Guðlaugsson og Kristinn Scheving fengu öll viðurkenningu fyrir tíu ára starf en þau eru öll bílstjórar hjá MS. Miroslav Jozef Zielke verkamaður fékk 20 ára viðurkenningu og Charlotte S. Nilsen mjólkurfæðingur og starfsmaður á rannsóknarstofu fékk viðurkenningu fyrir 30 ára starf.

Loks fékk Ólafur Einarsson, verkstjóri og starfsmaður innkaupadeildar, viðurkenningu fyrir 40 ára starf, en þess má geta að faðir hans, Einar Jörgen Hansson, vann í 56 ár í búinu á Selfossi en hann lést 21. desember 2023. Samhliða starfsaldurviðurkenningunum var Guðmundi Inga Sumarliðasyni þakkað fyrir farsæl störf í búinu á Selfossi síðustu 10 ár en hann var að láta af störfum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...