Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar.
Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar.
Fréttir 9. júlí 2020

Milljón svínum lógað í Nígeríu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að um milljón svínum hafi verið lógað í Nígeríu undanfarna daga í einu versta svínapestartilfelli sem komið hefur í langan tíma. Lítið eftirlit í landinu er sögð helsta ástæða þess að pestin hafi náð mikilli útbreiðslu á skömmum tíma.

Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar. Pestarinnar varð fyrst vart í nágrenni höfuðborgarinnar Lagos fyrr á þessu ári en hefur síðan þá breiðst út um nánast allt landið.

Talsmaður stærsta svínaræktanda í Vestur-Afríku segir að á búum fyrirtækisins sé þegar búið að lóga um hálfri milljón svínum og hátt í milljón í landinu öllu.

Svínapest er engin nýlunda í Afríku og vitað er um að minnsta kosti 60 misalvarleg tilfelli hennar frá 2016 til 2019 en ekkert þeirra er sagt viðlíka útbreitt og faraldurinn sem gengur yfir Nígeríu núna.

Dæmi eru um að bú hafi þurft að lóga öllum sínum svínum og kemur slíkt verst niður á fátækum smábændum sem reiða sig á svínaræktina til að sjá sér og sínum farborða.

Svínapestin í Nígeríu í kjölfar COVID-19 er ekki við bætandi í landi þar sem fátækt er mikil og heilsugæsla og matur er víða af skornum skammti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f