Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fréttir 6. apríl 2020

Miklar skemmdir hjá Garðyrkjuskólanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar skemmdir urðu á garðskála Garðyrkjuskólans á Reykjum í óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum, segir að skemmdir á þaki gróðurskálans sem er miðja skólans séu miklar. „Skemmdirnar eru meiri en við höfum séð í svona foki áður, ekki síst vegna þess að við höfum ekki lent í þessu á þessum tíma áður.“

Plastveggur sem snýr að matsal skólana fauk inn og hangir niður og inn í skálann.

Viðkvæmur gróður í hættu

„Í skálanum er mikið af viðkvæmum plöntum, eins og plómur, ferskjur og eplatré og annarskonar gróður sem er í blóma núna og því viðkvæmur og gæti hafa skemmst vegna kulda,“ segir Guðríður.

Eftir óveðrið kom rigning og hláka og vonandi hefur það bjargað eitthvað af gróðrinum.

Mánuður þar til endurnýja átti þakið

„Meðal þess sem skemmdist er plastveggur sem snýr að matsal skólans en hann fauk inn og hangir niður og inn í skálann.“

Guðríður segir að plastið í skálanum sé hálfgerður bútasaumur og beri þess merki að bætt hafi verið í skemmdir eftir þörfum. „Hugmyndin var að fara í framkvæmdir við þakið nú í vor. Eftir margra ára baráttu við að fá fjármagn í verkið fékkst það loksins í gegn fyrir um þremur árum síðan. Skemmdirnar núna eru það miklar að nú erum við að skoða það að flýta endurbyggingu skálans, í stað þess að fara í enn einn bútasauminn. 

Einnig urðu talsverðar skemmdir á blómaskeytingastofu skólans vegna þess að hurðin á henni fauk upp og snjó skóf inn.“

Mikið af snjó skóf inn í blómaskreytingastofu skólans.

Milljóna tjón
„Mig minnir að þegar fauk hjá okkur fyrir jól hafi reikningurinn verið rúmar tvær milljónir og áætla má að viðgerðir á núverandi skemmdum gætu kostað á bilinu 5 til 6 milljónir króna. Það er því vonandi hægt að fara bara strax í fyrirhugaða endurbyggingu,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá garðyrkjuskólanum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...