Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miðdalur
Bóndinn 18. júlí 2022

Miðdalur

Þau Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason fluttu í Miðdal og tóku við búrekstrinum af foreldrum Ólafar í júní 2020, en þar á undan bjuggu þau á Hvanneyri og störfuðu bæði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Býli: Miðdalur. Staðsett í sveit: Kjós.

Ábúendur: Hafþór Finnbogason og Ólöf Ósk Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvö börn, Agnesi Heiðu, 5 ára og Guðmund Ara, sem er alveg að verða 3 ára.

Svo eru það kisurnar Prinsessa og Simbi og svo er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn hún Sítróna, hvolpurinn okkar!

Stærð jarðar? 800 ha

Gerð bús? Kúabú fyrst og fremst.

Fjöldi búfjár og tegundir? 36 árskýr, 35 vetrarfóðraðar ær, 15 hross og 14 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar byrja og enda í fjósinu. Þess á milli eru öll hin verkefnin unnin, sem eru ólík eftir árstíma.

Í maí tökum við líka á móti leikskóla- og skólahópum sem koma að skoða sveitina.

Ólöf vinnur að hluta utan bús og keyrir suma daga á Hvanneyri til að kenna við LbhÍ.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er allt skemmtilegt þegar það gengur vel og að sama skapi leiðinlegast þegar eitthvað bilar eða brotnar og þarf að stoppa verkið til að gera við.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Hafþór vill fylla hesthúsið af nautum og reiðskemmuna af vélum, en hann fær það ekki í gegn ...

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Áhersla á íslenskan uppruna og ferskleika.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smá afgangur af lambablóðsóttarlyfi ...

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ef börnin eru spurð, er það grjónagrautur og slátur.

Foreldrarnir eru enn þá hrifnari af lambasteik með miklu af heimaræktuðum, ofnsteiktum kartöflum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar verknemarnir vöktu okkur síðasta sumar um miðja nótt því þær höfðu sjálfar vaknað við baul við svefnherbergisgluggann. Svo stukkum við öll út á náttfötunum að smala kúnum úr garðinum ...

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...