Mest flyst af mjólkurkvótanum á Vesturland, frá markaðnum 3. nóvember.
Mest flyst af mjólkurkvótanum á Vesturland, frá markaðnum 3. nóvember.
Mynd / smh
Fréttir 25. nóvember 2025

Mest fer á Vesturland

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eins og á undanförnum mörkuðum með greiðslumark mjólkur var ásókn í mjólkurkvóta mun meiri en framboð á markaði sem haldinn var 3. nóvember. Jafnvægisverð helst óbreytt í 250 krónum á lítrann.

Jafnvægisverðið hefur haldist stöðugt frá nóvembermarkaði á síðasta ári, en hámarksverð er sem fyrr 419 krónur á lítrann.

Viðskipti með greiðslumark í mjólk 3. nóvember 2025 eftir svæðum

Mest fór af kvótanum á Vesturland að þessu sinni, eða rúmir 155 þúsund lítrar af þeim rúmu 613 þúsund lítrum sem heildarviðskiptin náðu yfir. Næstmest fer í Skagafjörðinn, eða tæpir 142 þúsund lítrar. Salan er einnig mest frá Vesturlandi, eða 406.556 lítrar.

Óskað var eftir 1.217.100 lítrum en í boði voru 866.812 lítrar. Alls bárust 38 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 13. Þrjú kauptilboð voru undir jafnvægisverði og tvö yfir jafnvægisverði.

Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra eru 11 talsins og selja 100% af sínu framboðna magni. Kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 35 talsins og fá 52% af eftirspurðu magni í sinn hlut. Eitt kauptilboð fær úthlutun úr forgangspotti nýliða.

Skylt efni: mjólkurkvóti

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...