Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Menning 29. nóvember 2023

Menningarverðlaun til Hornafjarðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í Mýrdalshreppi 26. október síðastliðinn.

„Mín fyrstu viðbrögð voru gleði og þakklæti fyrir viðurkenninguna og til þeirra, sem tilnefndu okkur. Við starfsmenn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar tókum auðmjúk við þeim og eru þau okkur hvatning í að vinna áfram að öflugri menningarstarfsemi í sveitarfélaginu,“ segir Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar.

„Áhersla er lögð á barna- og fjölmenningu í okkar starfi og er aðgengi og inngilding einkunnarorðin. Við stöndum fyrir margs konar viðburðum, samkomum og klúbbastarfi þar sem aðgengi er markmiðið og leitast er við að ná til þeirra sem teljast til jaðarhópa. Barnastarfið okkar er fjölbreytt og blómlegt, m.a. listasmiðjur og náttúru- og menningarfræðsla með skoðunarferðum,“ segir Eyrún Helga enn fremur.

Menningarmiðstöðin starfrækir sex söfn í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá erum við að tala um Listasafn Svavars Guðnasonar, héraðsskjalasafn, byggða-, náttúrugripa- og sjóminjasafn auk bókasafns. Þar er skráður og varðveittur menningararfur sveitarfélagsins ásamt því að kynna heimamönnum og gestum þeirra menningu, listir og sögu sveitarfélagsins. Atvinnu-, ferða- og rannsóknarsvið heyra undir stofnunina og starfa þau þvert á einingarnar.

„Árlega eru haldnir margir viðburðir á vegum Menningarmiðstöðvarinnar. Viðburðir stofnunarinnar eru haldnir í þágu menntunar, ígrundunar og ánægju en sífellt er leitast við að fylla anda íbúa og aðkomumanna innblæstri með menningu, fræðslu á menningararfi Austur-Skaftafellssýslu og kynningu á sveitarfélaginu sjálfu,“ segir Eyrún Helga.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...