Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þema hátíðarinnar nú í ár er friður.
Þema hátíðarinnar nú í ár er friður.
Mynd / leiklist.is
Menning 15. mars 2023

Tenging leiklistarunnenda um heim allan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Alþjóðlega áhugaleiklistarhátíðin (AITA/IATA) árið 2023 verður haldin í Debrecen, Ungverjalandi dagana 19.-25. júní 2023. Þema hátíðarinnar er Friður.

AITA/IATA, eða International Amateur Theatre Association, sameinar og tengir saman áhuga- leikhópa, samfélagsleikhús og viðlíka samtök um allan heim, alla þá sem eiga sameiginlega ástríðu leikhússins. Er hátíðin fyrst og fremst tileinkuð tengslamyndun íbúa heimsins, auk réttindum manna, þá er kemur að listum og menningu, óháð þjóðerni, tungumáli, kyni, kynhneigð, þjóðernisuppruna eða trúarbrögðum svo eitthvað sé nefnt.

AITA/IATA leiðir fólk saman með það fyrir augum að miðluð verði þekking og iðkun á sviði leiklistar til að dýpka skilning, skapa ný tækifæri og efla áhugaleikhúsageirann á heimsvísu.

Er hátíðin afar vel sótt af meðlimum á heimsvísu og því einstakt tækifæri til þess að efla tengslanetið og njóta sýninganna og alls sem upp á er boðið. Frekari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð BÍL í info@ leiklist.is eða í síma 551-6974.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...