Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá Náttúrubarnahátíðinni á Ströndum í fyrra. Gestir prófa kajaka.
Frá Náttúrubarnahátíðinni á Ströndum í fyrra. Gestir prófa kajaka.
Mynd / Aðsendar
Menning 13. júlí 2023

Náttúrubörn á Ströndum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin helgina 14.–16. júlí á Sauðfjársetrinu í Sævangi, rétt sunnan við Hólmavík.

Á fjölskylduhátíðinni fá gestir, börn og fullorðnir tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun, að því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Hægt er að taka þátt í núvitundarævintýri, gönguferðum og útileikjum.

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir hátíðinni og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur heldur utan um viðburðinn. „Skipulagningin gengur mjög vel, við erum komin með glæsilega dagskrá, fjölbreytt og skemmtileg atriði, tónlist, spennandi smiðjur, gönguferðir og útivist. Við hefjum hátíðina alltaf á að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður fyrir helgina, enda fer hún að mestu fram utandyra á svæðinu umhverfis Sævang.“

Á hátíðinni verður meðal annars kvöldskemmtun með Gunna og Felix, Ingó Geirdal töframaður verður með töfrasýningu, Benedikt búálfur og Dídí koma í heimsókn. Haldnar verða spennandi smiðjur og stöðvar, meðal annars frá Þykjó, Náttúruminjasafni Íslands og Eldraunum. Hægt verður að fara á hestbak hjá Strandahestum og prófa kajak frá Sjóíþróttafélaginu Rán, taka þátt í núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti, gönguferðum, útileikjum, fjölskylduplokki, spurningaleik um náttúruna, hlusta á drauga- og tröllasögur, skjóta af boga og ótal margt fleira.Ókeypis er á öll atriði hátíðarinnar, en hún er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. „Öll börn eiga rétt á menningu og að læra að þekkja náttúruna. Ég hlakka mikið til, þetta er alltaf svo ótrúlega skemmtilegt og það eru svo sannarlega öll velkomin að koma og kynnast náttúrunni, leika sér saman og skapa skemmtilegar minningar,“ segir Dagrún.

Skylt efni: sumarhátíð

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...