Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Menning 29. nóvember 2023

Menningarverðlaun til Hornafjarðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í Mýrdalshreppi 26. október síðastliðinn.

„Mín fyrstu viðbrögð voru gleði og þakklæti fyrir viðurkenninguna og til þeirra, sem tilnefndu okkur. Við starfsmenn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar tókum auðmjúk við þeim og eru þau okkur hvatning í að vinna áfram að öflugri menningarstarfsemi í sveitarfélaginu,“ segir Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar.

„Áhersla er lögð á barna- og fjölmenningu í okkar starfi og er aðgengi og inngilding einkunnarorðin. Við stöndum fyrir margs konar viðburðum, samkomum og klúbbastarfi þar sem aðgengi er markmiðið og leitast er við að ná til þeirra sem teljast til jaðarhópa. Barnastarfið okkar er fjölbreytt og blómlegt, m.a. listasmiðjur og náttúru- og menningarfræðsla með skoðunarferðum,“ segir Eyrún Helga enn fremur.

Menningarmiðstöðin starfrækir sex söfn í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá erum við að tala um Listasafn Svavars Guðnasonar, héraðsskjalasafn, byggða-, náttúrugripa- og sjóminjasafn auk bókasafns. Þar er skráður og varðveittur menningararfur sveitarfélagsins ásamt því að kynna heimamönnum og gestum þeirra menningu, listir og sögu sveitarfélagsins. Atvinnu-, ferða- og rannsóknarsvið heyra undir stofnunina og starfa þau þvert á einingarnar.

„Árlega eru haldnir margir viðburðir á vegum Menningarmiðstöðvarinnar. Viðburðir stofnunarinnar eru haldnir í þágu menntunar, ígrundunar og ánægju en sífellt er leitast við að fylla anda íbúa og aðkomumanna innblæstri með menningu, fræðslu á menningararfi Austur-Skaftafellssýslu og kynningu á sveitarfélaginu sjálfu,“ segir Eyrún Helga.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...