Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!
Mynd / gunnlod jona
Menning 1. febrúar 2023

Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leiksýningin Marat/Sade, sem frumsýnd var föstudagskvöldið 20. janúar í Borgarleikhúsinu, markaði tímamót, enda stigu á svið margir af elstu og ástsælustu leikurum þjóðarinnar í einni og sömu sýningunni. Þau yngstu um sjötugt og þau elstu komin fast að níræðu!

Sýningin, sem heitir öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat, sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa ... er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu!

Margrét Guðmundsdóttir (89 ára) leikur Charlotte Corday, sem er hvað þekktust fyrir að hafa ráðið Jean Paul Marat af dögum í frönsku byltingunni. Margrét lék sama hlutverk í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1967, eða fyrir tæpum 56 árum síðan. Hún hefur sannarlega engu gleymt!

Næsta sýning er 5. febrúar kl. 20 – en miða er hægt að nálgast á vefsíðu Borgarleikhússins. Þarna er um einstakt tækifæri að ræða, upplifun og sjónarspil sem gleður okkur ekki á hverjum degi.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...