Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hunangsleginn hestshaus
Menning 21. desember 2023

Hunangsleginn hestshaus

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Veislumat landnámsaldar eru margar forvitnilegar uppskriftir.

Þær voru settar saman á grundvelli nútímaþekkingar á lífi fólks á Íslandi á árabilinu 870 til 930.

Bókin kom nýlega út hjá Drápu og eru höfundar hennar þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari og Karl Petersson ljósmyndari.

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar var ekki aðeins súrmatur, soðning og bragðlaust kjöt heldur kunnu menn að elda góðar steikur og bragðgóðan fisk Kristbjörn rannsakaði matartilvísanir í Íslendingasögunum og bar þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar leitaði fanga víða og setur í bókinni fram uppskriftir að veislumat landnámsfólksins og Karl ljósmyndaði kræsingarnar.

Farið er í bókinni yfir ræktun og hráefni á landnámsöld, nýtingu kornmetis, sjávarfangs og kjötmetis og gerð mjólkurmatar. Jafnframt er farið stuttlega yfir þær Íslendingasögur þar sem leitað var fanga.

Meðal forvitnilegra uppskrifta er t.d. grillaður hunangshjúpaður hestshaus, rostungssúpa, sauðakjöts- súpa með sílamávseggi, grillaður geirfugl, grilluð álft og mjöður.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...