Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá úrvalslið Leikfélags Hörgdæla
Hér má sjá úrvalslið Leikfélags Hörgdæla
Mynd / Leikfélag Hörgdæla
Menning 15. mars 2024

Bróðir minn Ljónshjarta sett á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ein hugljúfasta saga Astridar Lindgren segir frá tilveru þeirra bræðra Snúðs og Jónatans sem þurfa að standa frammi fyrir bæði drekum og dularfullu fólki sem siglir oftar en ekki undir fölsku flaggi.

Segir sagan frá því er yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan, sá eldri, reynir að hughreysta hann og segir honum að eftir dauðann hefjist ferðin mikla í Kirsuberjadal Nangijala þar sem ævintýrin bíða. Svo fer að Jónatan deyr á undan en fljótlega eru þeir bræður sameinaðir í spennandi atburðarás er þeir hittast aftur í Nangijala. Þar virðist lífið vera yndislegt þangað til kemst upp að það er svikari í Kirsuberjadal sem er hliðhollur því illa sem finnst í þeim heimi, riddaranum Þengli og hans fólki ásamt eldspúandi drekanum Kötlu sem eiga sitt aðsetur í Þyrnirósadal.

Tók Leikfélag Hörgdæla verkið upp á arma sína og hóf æfingar nú í byrjun árs. Alls eru 14 leikarar í sýningunni og enn fleiri sem koma að verkinu á einn eða annan hátt. Leikstjóri er Kolbrún Lilja Guðnadóttir og sér tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson um tónana. Miklar undirtektir og spenningur eru vegna fyrirhugaðrar sýningar og er nú þegar uppselt á frumsýninguna þann 7. mars. Frekari sýningar eru 9., 10., 16. og 17. mars klukkan 16 og svo 21. mars klukkan 20. Næst er sýning 27. mars klukkan 20, 28., 29. og 30. mars klukkan 16, næst 4. apríl kl. 20 og síðustu sýningar eru 6. og 7. apríl klukkan 16.

Almennt miðaverð er 4.500 kr., 3.500 kr. fyrir börn upp að 15 ára aldri svo og eldri borgara. Miða má fá á vefsíðu tix – www.tix.is, en sýnt verður í Félagsheimilinu á Melum.

Rétt er að geta þess að það verða svokölluð Strobe ljós (blikkandi ljós) í sýningunni sem gætu valdið einhverjum sýningargestum óþægindum.

Bræðurnir Snúður og Jónatan og að lokum illmennið Kader.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...