Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Menning 28. mars 2024

Blessað barnalán

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikklúbbur Laxdæla setur nú á svið verkið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson, en félagið fagnaði hálfrar aldar afmæli árið 2021 með pomp og prakt.

Hefur leikfélagið verið starfandi síðan í mars 1971, stofnað að tilhlutan Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur og Ungmennafélagsins Ólafs Pá, en þessi tvö félög höfðu áður staðið fyrir leiklistarstarfsemi í Dalasýslu. Fyrsta verk Leikklúbbs Laxdæla á sviði hét Skóarakonan dæmalausa sem aldrei áður hafði verið til sýninga hérlendis. Var það verk einnig sýnt á fertugsafmæli félagsins árið 2011.

Eftir nokkur ár mikillar virkni lagðist starfsemi þess í nokkurn dvala þar til í fyrra, en þá hlaut leikfélagið bæði styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og Uppbyggingarsjóði Vesturlands með það fyrir augum að koma verki á svið, og efla leikfélagið sem skyldi. Var verkið Vodkakúrinn sýnt fyrir fullu húsi og hélt þrjár sýningar í Dalabúð í apríl 2023.

Velgengnin var svo sannarlega innblástur til að halda áfram og hefur félagið nú ráðið Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra til starfa við að koma á svið gamanleikritinu Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Fjallar það um aldraða fimm barna móður sem grípur til hvítrar lygi til þess að fá börnin sín öll í heimsókn, eftir að þau afboða komu sína hvert af öðru.

Uppselt er á frumsýninguna þann 27. mars en önnur og þriðja sýning verða dagana 30. mars og 1. apríl – allar klukkan 20. Miða – og mat – má panta á netfanginu leikklubburinn@ gmail.com og miðaverð er 3.500 kr. en 3.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, en einnig er hægt að kaupa smáréttaplatta og drykki.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...